spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib missti af 54 milljónum með því að keppa ekki

Khabib missti af 54 milljónum með því að keppa ekki

Khabib NurmagomedovKhabib Nurmagomedov átti að berjast við Tony Ferguson á UFC 209 um síðustu helgi. Khabib gat ekki keppt og missti þar af leiðandi af 54 milljónum króna.

Khabib átti í erfiðleikum með niðurskurðinn og var sendur á spítala snemma á föstudagsmorgni, daginn fyrir bardagann. Læknar mátu það sem svo að hann væri ófær um að keppa.

Hefði Khabib komið sér í búrið hefði hann fengið 500.000 dollara eða 54 milljónir íslenskra króna. Khabib er ekki með sigurbónus í samningnum eins og svo margir bardagamenn og hefði alltaf fengið sinn hlut ef hann hefði bara getað barist. Inn í þessari upphæð eru þó ekki tekjur frá styrktaraðilum eða aðrir bónusar.

Tony Ferguson fékk 250.000 dollara (27 milljónir ISK) fyrir að mæta þrátt fyrir að berjast ekki. Tony gerði allt í sínu valdi til að berjast og fékk því borgað fyrir að mæta án þess að berjast. Hann hefði fengið aðra 250.000 dollara fyrir sigur.

Íþróttasamband Nevada fylkis gefur upp laun bardagamann en á MMA Junkie má sjá launatölurnar í heild sinni. Þar ber helst að nefna að Tyron Woodley fékk 600.000 dollara (tæpar 66 milljónir ISK) fyrir sigurinn á Stephen Thompson en Alistair Overeem fékk 750.000 dollara (82 milljónir ISK).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular