0

Khabib Nurmagamedov mætir nýliða – Gæti barist við Ferguson í maí

khabib-nurmagomedov-5Khabib Nurmagomedov mun mæta nýliðanum Darrell Horcher á UFC on Fox 19 bardagakvöldinu eftir rúma viku. Þetta verður fyrsti bardagi Nurmagomedov í tvö ár.

Rússinn öflugi hefur verið lengi frá vegna meiðsla og þrívegis þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla. Nú loksins þegar hann hefur náð sér af meiðslunum meiðist andstæðingur hans, Tony Ferguson.

UFC leitaði að staðgengli í stað Ferguson og var talið að Donald Cerrone myndi hoppa inn með skömmum fyrirvara en ekkert varð úr því. Nurmagamedov, sem berst í léttvigt, var reiðubúinn að taka bardaga í veltivigt ef það myndi henta mögulegum mótherja betur. Sá sem varð fyrir valinu af hálfu UFC er nýliðinn Darrell Horcher og fer bardaginn fram í 160 punda hentivigt.

Horcher er með 12 sigra og eitt tap á ferilskránni og hefur sigrað fimm bardaga í röð. Þessi 28 ára Bandaríkjamaður á erfiðan bardaga í vændum enda hefur Nurmagomedov sigrað alla 22 bardaga sína á ferlinum.

Bardagi Nurmagomedov og Ferguson átti upphaflega að vera aðalbardagi kvöldsins en vegna meiðsla Ferguson verður bardagi Glover Teixeira og Rashad Evans aðalbardaginn. Talið er að UFC ætli að reyna enn einu sinni að láta þá Nurmagomedov og Ferguson berjast og myndi sá bardagi fara fram í lok maí. Meiðsli Ferguson eru ekki talin alvarleg og gæti hann verið tilbúinn í maí. Svo er spurning hvort að Nurmagomedov verði heilsuhraustur svo lengi.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply