spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib Nurmagomedov bað Dana White um titilbardaga í miðjum bardaga

Khabib Nurmagomedov bað Dana White um titilbardaga í miðjum bardaga

Khabib Nurmagomedov átti frábæra frammistöðu gegn Michael Johnson á UFC 205 um helgina. Í ljós hefur komið að hann var að tala á fullu allan bardagann.

Michael Johnson byrjaði bardagann vel en eftir að hann var tekinn niður í 1. lotu var Nurmagomedov allan tímann við stjórn. Nurmagomedov sigraði eftir Kimura uppgjafartak í 3. lotu en hann hefur unnið alla 24 bardaga sína.

Nurmagomedov naut mikilla yfirburða yfir Johnson og talaði við Dana White í bardaganum. „Ég sagði við Dana White, ‘hey ekki gefa mér aftur falska samninga!’. Hann sagði ‘já en þú þarft að klára bardagann’ og ég sagði að hann vissi að ég ætti það skilið og ætti að fá alvöru samning um titilbardaga,“ sagði Nurmagomedov um samskipti sín og White í miðjum bardaganum.

UFC vildi allan tímann setja upp bardaga á milli Eddie Alvarez og Conor McGregor en Alvarez vildi fá betur borgað. UFC var ekki tilbúið til að falla að kröfum Alvarez og bauð því Khabib Nurmagomedov titilbardaga gegn Alvarez til að setja pressu á þáverandi meistara. Nurmagomedov var boðið að berjast við Alvarez (og fékk samninga þess efnis) á UFC 205 og UFC 206. Alvarez lækkaði kröfur sínar og svo fór að hann mætti Conor McGregor.

Nurmagomedov var afar ósáttur með þessa framkomu UFC enda var hann notaður sem peð til að fá Alvarez til að lækka launakröfur sínar.

„Eftir að ég kláraði bardagann sagði ég við hann að ég væri að bíða eftir samningnum. Kannski á UFC 209 í Brooklyn, UFC 210 í Las Vegas? Hvar sem er, skiptir ekki máli. Rússland, Írland, ég gæti barist í garðinum hans [Conor McGregor].“

Dana White hefur staðfest þessa frásögn. „Ég var að garga á hann að klára þennan bardaga fyrst. Hann öskraði á mig í hverri lotu. Hann vill titilbardaga, ég er búinn að ná því. Við finnum út úr þessu.“ sagði White.

Nurmagomedov lét sér ekki nægja að tala við Dana White heldur talaði hann einnig við andstæðing sinn, Michael Johnson. „Ég sagði honum að ég yrði að gera þetta til að fá titilbardaga. ‘Ég vil ekki rústa á þér andlitinu. Ég er búinn að vinna þig, gefstu bara upp’ en hann hélt áfram að berjast.“

Nurmagomedov ber mikla virðingu fyrir Johnson og varaði hann við Kimura takinu sem var á leiðinni. Nurmagomedov sagði honum að tappa út enda gæti hann hugsanlega aldrei jafnað sig í handleggnum ef hún myndi brotna.

Hann lét svo sannarlega í sér heyra um helgina en hér má heyra viðtalið hans við Joe Rogan eftir bardagann.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular