spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib Nurmagomedov berst ekki á morgun!

Khabib Nurmagomedov berst ekki á morgun!

Khabib NurmagomedovKhabib Nurmagomedov getur ekki barist á morgun á UFC 209. UFC staðfesti rétt í þessu að hann geti ekki barist og var hann sendur upp á spítala.

Nurmagomedov hefur átt í erfiðleikum með niðurskurðinn og snemma á föstudagsmorgni (5:30) var hann sendur upp á spítala vegna veikinda. Hann átti að berjast við Tony Ferguson annað kvöld á UFC 209. Bardaginn átti að vera næst síðasti bardagi kvöldsins og ríkti gríðarleg spenna fyrir bardaganum.

Khabib fékk meðhöndlun á spítalanum vegna vandamála tengt niðurskurðinum og bardaginn blásinn af samkvæmt læknisráði.

Þetta er í þriðja sinn sem bardagi þeirra Khabib og Tony Ferguson er blásinn af. Fyrst í desember 2015, svo í apríl 2016 og núna í mars 2017.

Khabib hefur einu sinni áður verið í vandræðum með niðurskurðinn en fyrir bardaga hans gegn Abel Trujillo árið 2013 náði hann ekki vigt.

UFC er nú að leita að andstæðingi fyrir Tony Ferguson og hefur Michael Johnson verið nefndur til sögunnar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular