spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKhabib Nurmagomedov glímir við björn

Khabib Nurmagomedov glímir við björn

khabibnurmagomedov1

Í kvöld mætast þeir Khabib Nurmagomedov og Rafael dos Anjos í frábærum léttvigtarbardaga. Æfingarnar í Rússlandi virðast vera óhefðbundnar en þegar hann var 9 ára var hann látinn glíma við björn.

Einn allra efnilegasti bardagamaður innan UFC er Khabib Nurmagomedov. Hann mun etja kappi við Brasilíumanninn Rafael dos Anjos nú á laugardaginn á UFC on FOX 11 þó engin virðist skilja afhverju þeir fá ekki pláss á aðalkortinu. Eins og sumir vita þá eru Rússar svolítið öðruvísi en aðrir Evrópubúar.

Fyrr í vetur birtist myndband af 9 ára dreng að glíma við bjarnarhún. Því er haldið fram að 9 ára drengurinn sé Khabib Nurmagomedov. Í viðtali fyrr í vikunni viðurkenndi Nurmagomedov að hann sé 9 ára drengurinn í myndbandinu.

“Já, þetta var ég. Þetta var leynilegt myndband sem ég veit ekkert hvernig komst á internetið.” Sagði Nurmagomedov í gegnum túlk. “Þetta var fyrir löngu síðan, ég man varla eftir þessu, ég var krakki á þessum tíma.”

Myndbandið hefur dregið að sér mikla umræðu í MMA samfélaginu bæði góða og slæma. Sumum finnst Nurmagomedov vera ískaldur að glíma við björn en sumir telja að það sé gríðarlega óábyrgt að setja barn í aðstæður sem þessar. Glímuna má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular