Monday, September 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAf hverju er dos Anjos gegn Nurmagomedov ekki á Fox?

Af hverju er dos Anjos gegn Nurmagomedov ekki á Fox?

UFC-on-FOX-11-Event-Preview

Laugardagskvöldið 19. apríl er ellefti viðburður UFC á Fox sjónvarpsstöðinni. Bardagi Rafael dos Anjos gegn Khabib Nurmagomedov er hins vegar ekki á Fox sjónvarpsstöðinni heldur er hann síðasti upphitunarbardaginn og er hann sýndur á Fox Sports 1. Það verður að teljast ansi sérstakt enda gæti sigurvegarinn hér fengið næsta titilbardaga í léttvigtinni.

Fox viðburðirnir hafa ætið verið uppfullir af fjórum skemmtilegum bardögum og er Fox viðburðurinn um helgina engin undantekning þar á. Þeir fjórir bardagar sem sýndir verða á Fox eru Travis Browne gegn Fabricio Werdum, Miesha Tate gegn Liz Carmouche, Donald Cerrone gegn Edzon Barboza og Brad Tavares gegn Yoel Romero. Allt eru þetta frábærir bardagar sem munu skemmta áhorfendum á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst á miðnætti.

khabib
Khabib Nurmagomedov er frábær í glímu og sambó.

Það kemur hins vegar verulega á óvart að bardagi Rafael dos Anjos gegn Khabib Nurmagomedov er síðasti upphitunarbardaginn (e. prelims) fyrir aðal hluta bardagakvöldsins. Dos Anjos er í 5. sæti á lista UFC yfir bestu léttvigtarmennina á meðan Nurmagomedov er í 7. sæti. Báðir hafa þeir sigrað fimm bardaga í röð í UFC og mun sigurvegarinn hér vera kominn ansi nálægt titilbardaga í UFC.

dosanjos
dos Anjos rotar George Sotiropoulos.

Fox kvöldin er frábært tól fyrir UFC til að kynna framtíðarstjörnur bardagakeðjunnar þar sem reikna má með að margir aðdáendur sem eru ólíklegri til að kaupa PPV (pay per view) stilli inn á stöðina. UFC hefur nýtt sér þetta og hafa meistarar eins og Benson Henderson og Demetrious Johnson barist um titil sinn á Fox kvöldum í von um að gera þá að stærri stjörnum enda ná Fox kvöldin til milljóna aðdáenda.

Þetta gæti verið kjörið tækifæri fyrir UFC að kynna framtíðar titiláskoranda fyrir nýjum aðdáendum en UFC ætlar ekki að nýta sér það. Bardagakeðjan virðist eiga í vandræðum með að skapa nýjar stjörnur í stað Georges St. Pierre og Anderson Silva þar sem aðrir meistarar komast ekki nálægt þeim í PPV sölum. Að margra mati er þetta ástæðan fyrir því af hverju UFC hefur ekki tekist að búa til margar nýjar stjörnur á undanförnum árum, þ.e. þeir byggja ekki upp verðandi titiláskorendur á svona bardagakvöldum heldur eru þeir fastir í upphitunarbardögum. Eflaust ætti bardagi Brad Tavares og Yoel Romero fremur heima sem upphitunarbardagi á meðan dos Anjos og Nurmagomedov væri fyrsti bardagi kvöldsins á Fox.

Það má segja að þetta sé í raun lúxusvandamál fyrir neytendur og breytir ekki miklu fyrir þá sem horfa hvort eð er á alla bardagana. Þetta gerir þó frábæra bardagamenn eins og Khabib Nurmagomedov ekki eins þekkta og það er vandamál fyrir þá.

Nurmagomedov1
Khabib Nurmagomedov rotar Thiago Tavares.
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular