Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaMyndband: Keith Jardine hefur það fínt!

Myndband: Keith Jardine hefur það fínt!

keith-jardine

Margir atvinnuíþróttamenn eiga erfitt með að venjast nýjum lífstíl þegar ferlinum lýkur en sömu sögu er ekki hægt að segja af Keith Jardine.

Í þessu skemmtilega myndbandi fer Keith Jardine yfir líf sitt í dag en hann hefur nú lagt hanskana á hilluna. Jardine á og rekur jógastöð ásamt eiginkonu sinni, leikur í kvikmyndum, er að setja á kopp kaffifyrirtæki og margt fleira. Hér má svo sjá lista yfir þá þætti og kvikmyndir sem Jardine hefur leikið í.

Jardine átti ágætis feril í UFC og sigraði þekkt nöfn á borð við Chuck Liddell og Forrest Griffin en hann á einnig töp gegn “Rampage” Jackson og Thiago Silva. Jardine lagði hanskana á hilluna árið 2012 eftir slæmt gengi. Það er alltaf gaman að sjá íþróttamenn finna sér nýjan vettvang eftir að ferlinum lýkur og virðist Keith Jardine hafa það nokkuð gott í dag.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular