Margir atvinnuíþróttamenn eiga erfitt með að venjast nýjum lífstíl þegar ferlinum lýkur en sömu sögu er ekki hægt að segja af Keith Jardine.
Í þessu skemmtilega myndbandi fer Keith Jardine yfir líf sitt í dag en hann hefur nú lagt hanskana á hilluna. Jardine á og rekur jógastöð ásamt eiginkonu sinni, leikur í kvikmyndum, er að setja á kopp kaffifyrirtæki og margt fleira. Hér má svo sjá lista yfir þá þætti og kvikmyndir sem Jardine hefur leikið í.
Jardine átti ágætis feril í UFC og sigraði þekkt nöfn á borð við Chuck Liddell og Forrest Griffin en hann á einnig töp gegn “Rampage” Jackson og Thiago Silva. Jardine lagði hanskana á hilluna árið 2012 eftir slæmt gengi. Það er alltaf gaman að sjá íþróttamenn finna sér nýjan vettvang eftir að ferlinum lýkur og virðist Keith Jardine hafa það nokkuð gott í dag.
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023