0

Miðvikudagsgetraunin 16. apríl í boði Lebowski Bar

Miðvikudagsgetraunin er fastur liður hér á MMA fréttum. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, en sigurvegarinn fær máltíð að eigin vali fyrir tvo á Lebowski bar! Á Lebowski bar færðu frábæra hamborgara og sjeika! Getraunin er einföld, borin er upp spurning hér á síðunni á ýmsum formum og ef lesendur vita svarið senda þeir rétt svar á ritstjorn@mmafrettir.is. Dregið er svo úr réttum svörum. Til að vinna þurfa lesendur að vera með rétt svar og vera búinn að “like-a” Facebook síðu okkar. Vinsamlegast getið fulls nafns í póstinum. Svarfrestur rennur út á miðnætti í kvöld.

Chuch Liddell er einn sigursælasti MMA-kappi allra tíma en síðan hann lagði hanskana á hilluna hefur hann reynt fyrir sér í Hollywood. Hann hefur leikið lítil hlutverk í þáttum og kvikmyndum eins og Entourage, Blue Mountain State og Kick-Ass 2 svo fátt eitt sé nefnt. Í atriðinu hér að neðan leikur hann lítið hlutverk á móti frægum leikara sem lést fyrir nokkrum mánuðum. Úr hvaða kvikmynd er atriðið hér að neðan?

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.