Sunday, April 21, 2024
HomeErlentKhabib Nurmagomedov meiddur enn einu sinni

Khabib Nurmagomedov meiddur enn einu sinni

khabib nKhabib Nurmagomedov hefur enn einu sinni þurft að draga sig út úr áætluðum bardaga. Nurmagomedov átti að mæta Tony Ferguson í desember en nú þarf UFC að finna nýjan andstæðing fyrir Ferguson.

Bardaginn átti að vera næstsíðasti bardagi kvöldsins á úrslitakvöldi TUF Finale í desember. Talið er að UFC muni reyna að fá Edson Barboza til að fylla í skarð Nurmagomedov.

Nurmagomedov hefur ekkert barist síðan í apríl 2014 er hann sigraði núverandi meistara Rafael dos Anjos. Þetta er í þriðja sinn sem hann dregur sig úr áætluðum bardaga. Hin tvö skiptin voru vegna hnémeiðsla en í þetta sinn braut hann rifbein.

Rússinn Nurmagomedov æfir að öllu jöfnu hjá American Kickboxing Academy í Bandaríkjunum ásamt köppum eins og Cain Velasquez, Daniel Cormier og Tony Ferguson. Þegar meiðslin áttu sér stað var hann hins vegar við æfingar í heimalandinu samkvæmt Ariel Helwani.

Bardagakvöldið er eitt af þremur bardagakvöldum sem verður haldið í Las Vegas á dögunum 10-12. desember. Á miðvikudaginn bárust þær fregnir að Joanne Calderwood sé meidd og geti ekki barist gegn Paige VanZant þann 10. desember.

UFC hefur þurft að gera 39 breytingar á aðalbardögum eða næstsíðastu bardögum kvöldsins á þessu ári.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular