0

Khabib Nurmagomedov meiddur enn einu sinni

khabib nKhabib Nurmagomedov hefur enn einu sinni þurft að draga sig út úr áætluðum bardaga. Nurmagomedov átti að mæta Tony Ferguson í desember en nú þarf UFC að finna nýjan andstæðing fyrir Ferguson.

Bardaginn átti að vera næstsíðasti bardagi kvöldsins á úrslitakvöldi TUF Finale í desember. Talið er að UFC muni reyna að fá Edson Barboza til að fylla í skarð Nurmagomedov.

Nurmagomedov hefur ekkert barist síðan í apríl 2014 er hann sigraði núverandi meistara Rafael dos Anjos. Þetta er í þriðja sinn sem hann dregur sig úr áætluðum bardaga. Hin tvö skiptin voru vegna hnémeiðsla en í þetta sinn braut hann rifbein.

Rússinn Nurmagomedov æfir að öllu jöfnu hjá American Kickboxing Academy í Bandaríkjunum ásamt köppum eins og Cain Velasquez, Daniel Cormier og Tony Ferguson. Þegar meiðslin áttu sér stað var hann hins vegar við æfingar í heimalandinu samkvæmt Ariel Helwani.

Bardagakvöldið er eitt af þremur bardagakvöldum sem verður haldið í Las Vegas á dögunum 10-12. desember. Á miðvikudaginn bárust þær fregnir að Joanne Calderwood sé meidd og geti ekki barist gegn Paige VanZant þann 10. desember.

UFC hefur þurft að gera 39 breytingar á aðalbardögum eða næstsíðastu bardögum kvöldsins á þessu ári.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.