spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib Nurmagomedov snýr aftur í desember

Khabib Nurmagomedov snýr aftur í desember

khabibnurmagomedov1Khabib Nurmagomedov mun loksins snúa aftur þann 11. desember þegar hann mætir Tony Ferguson. Nurmagomedov hefur ekkert barist síðan í apríl 2014 vegna hnémeiðsla.

Bardaginn fer tram á TUF 22 Finale, föstudaginn 11. desember. Khabib Nurmagomedov óskaði eftir því að bardaginn yrði ekki fimm lotu bardagi og því verður viðureign þeirra ekki aðalbardaginn. Nurmagomedov barðist síðast þann 19. apríl þegar hann sigraði núverandi meistara, Rafael dos Anjos, eftir dómaraákvörðun.

Hann átti svo að snúa aftur í maí og berjast við Donald Cerrone en hnémeiðslin tóku sig aftur upp. Að sögn Nurmagomedov byrjaði hann of snemma að æfa eftir meiðslin. Nurmagomedov hefur sigrað alla 22 bardaga sína og bíða margir eftir því að hann fái titilbardaga.

Tony Ferguson hefur sigrað sex bardaga í röð í UFC og litið vel út á síðustu árum. Ferguson sigraði TUF 13 seríuna og er 9-1 í UFC. Hann fær nú stórt tækifæri gegn Nurmagomedov en líklegt er að sigurvegarinn fái titilbardaga eftir viðureign Cerrone og dos Anjos.

Á bardagakvöldinu mætast þeir Joe Lauzon og Evan Dunham og einnig þeir Mike Pierce og Ryan LaFlare.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular