spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Dómarinn Herb Dean með rothögg

Myndband: Dómarinn Herb Dean með rothögg

MMA dómarinn Herb Dean er einn virtasti dómarinn í bransanum og hefur oft verið þriðji maðurinn í búrinu í mörgum af stærstu bardögum UFC. Það sem færri vita er að hann keppti í MMA en hér má sjá einn af hans sigrum.

Herb Dean mætti Timothy Mendoza þann 6. ágúst 2004. Þá var Dean 33 ára og fór bardaginn fram í King of the Cage bardagsamtökunum. Bardaginn var ekki mikið fyrir augað en Dean tókst að rota Mendoza í 2. lotu. Rothöggið má sjá hér að neðan og bardagann í heild sinni neðst í fréttinni. Þess má geta að dómarinn umdeildi, Cecil Peoples, var dómarinn í þessum bardaga.

herb dean ko

Þetta var þriðji MMA bardagi Herb Dean og hans annar sigur. Þetta var aftur á móti síðasti sigur hans á MMA ferlinum og tók hann sinn síðasta bardaga ári síðar. Hann sigraði tvo bardaga (með uppgjafartaki og umrætt tæknilegt rothögg) en tapaði þremur (tvö töp eftir uppgjafartök og eitt eftir tæknilegt rothögg). Þess má geta að eitt af þessum töpum var gegn UFC bardagamanninum Joe Riggs.

Dean er einn virtasti dómarinn í bransanum og ekki að ástæðulausu. Hann er með reynslu í MMA og það nýtist honum eflaust vel. Hann hefur dæmt þúsundir bardaga og á sennilega sinn skerf af mistökum. Það breytir því þó ekki að hann er einn besti dómarinn í MMA. Dean hefur fjórum sinnum verið valinn besti dómari ársins af Fighters Only tímaritinu.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular