spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib og Tony Ferguson í orðaskiptum á blaðamannafundi

Khabib og Tony Ferguson í orðaskiptum á blaðamannafundi

UFC hélt blaðamannafund í gær fyrir bardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Þeir Khabib og Ferguson mætast á UFC 249 þann 18. apríl.

Blaðamannafundurinn fór fram fyrir vigtunina fyrir UFC 248 í gærkvöldi. Tony Ferguson mætti með sólgleraugu, MMA hanska og hafnabolta á blaðamannafundinn.

Khabib og Tony mætast í apríl en þetta er í fimmta sinn sem UFC setur bardaga þeirra saman. Fjórum sinnum hefur UFC þurft að hætta við bardagann. Einu sinni þar sem Khabib var í vandræðum með niðurskurðinn og þrisvar vegna meiðsla.

Eitt það áhugaverðasta sem Tony Ferguson sagði var að hann ætli sér að sparra núna fyrir þennan bardaga. Það hefur hann ekki gert síðan í undirbúningnum fyrir Gleison Tibau árið 2015. Þeir sem vilja gerast æfingafélagar hans geta sent honum póst á snapjitsu@gmail.com samkvæmt Tony.

Það leið ekki á löngu þar til þeir fóru að skiptast á orðum. Þeir Tony og Khabib fóru að metast um götuslagsmál en Khabib vill meina að Tony hafi aldrei verið í alvöru götuslagsmálum enda er hann frá Bandaríkjunum.

Tony hélt því fram að hann væri í hausnum á Khabib.

Tony hefur glímt við andleg veikindi en í fyrra kom fram að hann hafi verið á geðlyfum um nokkurt skeið. Tony vildi ekki svara spurningum um andlega heilsu sína í gær.

Tony hélt því fram að Khabib væri jafn þungur og æfingarfélagi sinn, fyrrum þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier.

Hér að neðan má síðan sjá það helsta en bardagi þeirra verður um léttvigtartitil UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular