Ekki er vitað hver áform UFC í léttvigtinni eru. Conor McGregor er í smá fríi og mun annað hvort Khabib Nurmagomedov eða Tony Ferguson fá næsta titilbardaga en skyndilega kom nafn Jose Aldo upp.
Fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo sagði í nýlegu viðtali að UFC hefði boðið sér að berjast um bráðabirgðartitilinn í léttvigt en andstæðingurinn sagði nei. Aldo vildi ekki gefa upp hver andstæðingurinn væri en flestir telja að Khabib Nurmagomedov hafi verið sá sem hafnaði bardaga við Aldo.
Khabib Nurmagomedov sagði nei við Aldo þar sem hann vill bara berjast við Tony Ferguson. Hann vill ekki níðast á minnimáttar eins og hann orðaði það á Instagram.
A photo posted by Khabib Nurmagomedov (@khabib_nurmagomedov) on
Upphaflega plan UFC var að láta þá Nurmagomedov og Ferguson berjast um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni. Sigurvegarinn myndi svo mæta Conor McGregor. Báðir vilja berjast við hvorn annan en Tony Ferguson vill fá meira en það sem UFC er að bjóða. Þess vegna var Jose Aldo boðið að berjast við Nurmagomedov í staðinn.
Original plan was Khabib x Ferguson for interim belt. Both want it. But there’s $ issues. So they offered to Aldo, but Khabib wants Ferg.