Friday, April 26, 2024
HomeErlentNate Diaz ætlar ekki að svara símtölum UFC nema fyrir 20 milljónir...

Nate Diaz ætlar ekki að svara símtölum UFC nema fyrir 20 milljónir dollara

Nokkur óvissa ríkir í léttvigtinni þessa dagana þar sem óvíst er hver fær næsta titilbardaga. Nate Diaz var í gær orðaður við næsta titilbardaga en hann ætlar ekkert að berjast á næstunni.

Sá orðrómur var á kreiki í gær að Nate Diaz og Khabib Nurmagomedov myndu berjast um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni. Sá orðrómur var ekki á rökum reistur og er Nate Diaz ekkert á leiðinni í búrið á næstunni en UFC hefur ekki haft samband við Nate Diaz nýlega.

„Ég ætla bara að berjast í léttvigt ef það er stór bardagi og mun ekki svara í símann nema fyrir 20 milljónir dollara. Þangað til ætla ég bara að njóta lífsins,“ sagði Diaz við MMA Fighting.

Nate Diaz fékk að minnsta kosti tvær milljónir dollara fyrir seinni bardagann gegn Conor McGregor á UFC 202 í ágúst. Hann hefur áður gefið það út að hann ætli ekkert að berjast fyrr en hann fær þriðja bardagann gegn Conor.

„Ég hef þegar unnið hann og þeir [UFC] borga mér ekki nóg til að ég berjist við hann aftur,“ sagði Diaz um mögulegan þriðja bardaga.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular