Khabib Nurmagomedov er við góða heilsu eftir misheppnaðan niðurskurð fyrir UFC 209. Hann býst þó ekki við að berjast fyrr en í ágúst eða september.
Khabib Nurmagomedov átti að mæta Tony Ferguson á UFC 209 í mars. Rúmum sólarhringi fyrir bardagann þurfti Khabib að draga sig úr bardaganum vegna erfiðleika í kringum niðurskurðinn. Khabib þurfti að fara upp á spítala nóttina fyrir vigtunina og var sagður ófær um að keppa af læknum.
Þetta er í þriðja sinn sem bardagi Khabib og Ferguson fellur niður og óvíst hvort UFC muni reyna enn einu sinni að setja saman bardaga þeirra á milli.
Khabib er þó ekkert á leiðinni í búrið á næstunni þó hann sé við góða heilsu. Khabib er strangtrúaður múslimi og hefst Ramadan í maí. Þá mun Khabib fasta í mánuð og mun því ekki geta æft eða undirbúið sig undir bardaga á þeim tíma.
Per his manager, Khabib Nurmagomedov has visited physicians, health is “good.” Ramadan starts end of May. Looking for title fight Aug/Sept.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 30, 2017
Hann vonast þó eftir að fá titilbardaga í ágúst eða september en óvíst er hvort honum verði að ósk sinni eftir klúðrið á UFC 209.