Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞórhallur Ragnarsson með tvöfalt gull á Danish Open

Þórhallur Ragnarsson með tvöfalt gull á Danish Open

Þórhallur Ragnarsson hlaut tvöfalt gull á Danish Open í brasilísku jiu-jitsu í dag.

Þórhallur keppti fyrir hönd Mjölnis og vann -94 kg flokk karla í galla í flokki fjólublábeltinga í gær. Þórhallur þurfti bara að keppa eina glímu í sínum flokki og vann glímuna á hengingu með kraganum úr „crucifix“ stöðunni. Því miður tapaði Þórhallur svo fyrstu glímunni sinni í opna flokkinum á hengingu (bow and arrow).

Í dag fór svo nogi (án galla) hluti mótsins fram og má segja að það hafi verið endurtekið efni. Aftur tók Þórhallur gullið í sínum flokki (-91 kg) og mætti sama andstæðingi og í gær. Í þetta sinn vann Þórhallur á aukastigum (e. advantage). Þórhallur tapaði svo fyrstu glímunni sinni í opna flokkinum á stigum.

Halldór Logi Valsson úr Fenri keppir á Rome Open um þessar mundir og hlaut brons í sínum flokki og silfur í opna flokkinum í gi hluta mótsins í gær. Frábær árangur hjá honum en hann keppir í nogi hluta mótsins síðar í dag og greinum við nánar frá því þegar hann hefur lokið keppni í dag.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular