spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhabib vill fá Eddie Alvarez ef Ferguson mætir Conor

Khabib vill fá Eddie Alvarez ef Ferguson mætir Conor

Khabib Nurmagomedov er ólmur í að berjast sem oftast á þessu ári. Ef Tony Ferguson mætir Conor McGregor er Khabib til í að mæta Eddie Alvarez í stað þess að bíða.

Khabib Nurmagomedov barðist sinn fyrsta bardaga í 13 mánuði þegar hann sigraði Edson Barboza á UFC 219. Khabib vill berjast þrjá bardaga á þessu ári og hefur engan áhuga á að bíða eftir Tony Ferguson eða Conor McGregor samkvæmt föður hans.

„Það væri betra fyrir Conor, Diaz og Ferguson að berjast bara við hvorn annan 30 sinnum í stað þess að mæta Khabib. Ef Conor og Ferguson mætast, gefið okkur þá Eddie Alvarez. Hann var að hjálpa Barboza í undirbúningi hans fyrir Khabib. Leyfum honum að spreyta sig,“ sagði Abdulmanap Nurmagomedov, faðir og einn af þjálfurum Khabib.

Bardagi gegn Eddie Alvarez gæti verið gott skref fyrir Khabib ef Tony Ferguson mætir Conor McGregor á fyrri hluta árs. Það gæti leyft Khabib að taka einn bardaga áður en Ramadan hefst. „Við erum tilbúnir að taka bardaga en ekki eftir 22. maí.“

Khabib mun ekkert berjast í sumar en gæti barist á næstu mánuðum og svo aftur í september. Það verður þó að koma í ljós hvað UFC ætlar sér að gera með léttvigtina á þessu ári.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular