Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentFréttamolar: DJ í aðgerð, Pettis vill berjast í London og plakatið fyrir...

Fréttamolar: DJ í aðgerð, Pettis vill berjast í London og plakatið fyrir UFC 221

Það hafa ekki mikið af stórtíðindum borist á þessu ári úr MMA heiminum. Eitt og annað hefur þó gerst á síðustu dögum sem við förum lauslega yfir.

Meistarinn í aðgerð

Demetrious Johnson fór nýverið undir hnífinn. Johnson fór í aðgerð á öxl á miðvikudaginn en ekki er vitað hve lengi Johnson verður frá. UFC vonast eftir að bóka Johnson gegn bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw en samkomulag hefur ekki náðst. Bardaginn mun í fyrsta lagi fara fram í apríl ef af honum verður.

Pettis í London

Fyrrum léttvigtarmeistarinn Anthony Pettis langar að berjast á bardagakvöldinu í London í mars. Pettis hefur aldrei farið til London og hefur alltaf langað að berjast þar. Pettis er ekki með neinn óskamótherja í huga en orðrómur um bardaga gegn Mairbek Taisumov hefur verið í loftinu.

Nýtt plakat

UFC birti í vikunni nýtt plakat fyrir UFC 221 sem fer fram í Ástralíu þann 11. febrúar. Plakatið þykir nokkuð umdeilt enda mjög líkt plakatinu fyrir UFC 210. Þá þykja stjörnurnar í kringum Luke Rockhold undarlegar.

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular