spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhamzat Chimaev sagður vera með kórónaveiruna - UFC hefur ekki aflýst bardaganum

Khamzat Chimaev sagður vera með kórónaveiruna – UFC hefur ekki aflýst bardaganum

Orðrómur er á kreiki að einn heitasti bardagamaður UFC í dag, Khamzat Chimaev, hafi smitast af kórónuveirunni. Óljóst er hvort bardagi milli Chimaev og Leon Edwards fari fram.

Sænski MMA fréttamiðillinn Kimura greindi frá því að Chimaev hafi á dögunum fundið fyrir flensu einkennum og í kjölfarið farið í skimun. Skimunin leiddi síðar í ljós að kappinn væri smitaður af kórónaveirunni samkvæmt vefnum.

Enn sem stendur hefur bardaganum milli Chimaev og Edwards, sem á að fara fram þann 19. desember, ekki verið aflýst af UFC.

Í frétt Kimura kemur fram að liðið í kringum Chimaev sé leitandi allra mögulegra ráða til þess að hafa kappann klárann í slaginn þann 19. desember. Ef þessar sögusagnir reynast réttar er ennþá fræðilegur möguleiki á því að Khamzat geti slegist þar sem enn eru rúmar tvær vikur þar til að bardaginn á að fara fram.

Það á enn eftir að koma í ljós hvort UFC sé hreinlega tilbúið að taka áhættuna á því að Chimaev verði búinn að ná sér að fullu og verði einkennalaus þegar á hólminn er komið. Þá á líka eftir að taka inn í reikninginn hvort íþróttsamband Nevada fylkis (NAC) sé reiðubúið að heimila bardagamanni sem nýverið greindist með kórónaveiruna að stíga inn í búrið.

Leon Edwards og hans fólk segja enga formlega tilkynningu hafa borist þeim þess efnis að andstæðingur Edwards hafi smitast og að bardaginn sjálfur væri í uppnámi. Sömuleiðs segja þeir fyrst hafa frétt af málinu af miðli Kimura.

Litlar sem engar fréttir af málinu hafa borist frá liði Chimaev fyrir utan eina Twitterfærslu frá John Morgan fréttamanni á MMA Junkie. En hann segir Chimaev og hans menn hafi sagt honum að bardaginn fari fram þann 19. desember, enn sem komið er.

Af Twitterfærslu Morgan að dæma þá neitar liðið hans Chimaev ekki beint fyrir það að kappinn hafi smitast af veirunni. Þeir hafa einnig kallað þetta falsfréttir:

Leiða má líkur að því að UFC stefni á að Chimaev berjist gegn Leon Edwards eftir 20 daga.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular