0

Jack Hermansson fær aftur nýjan andstæðing

Jack Hermansson er kominn með annan andstæðing fyrir næstu helgi. Hermansson mætir nú Marvin Vettori þann 5. desember.

Þetta hafa verið skrítnar æfingabúðir fyrir Jack Hermansson. Upphaflega átti Hermansson að mæta Darren Till í aðalbardaga kvöldsins þann 5. desember. Till meiddist hins vegar og kom Kevin Holland inn snemma í nóvember.

Á laugardaginn, viku fyrir bardagann, kom í ljós að Holland væri með kórónuveiruna og getur hann því ekki barist. Í hans stað kemur Marvin Vettori en Vettori var sjálfur með bardaga þann 12. desember gegn Jacare Souza á UFC 256.

Jacare var þó ekki lengi án andstæðings en UFC gat einhvern veginn sett Holland aftur í bardaga og það gegn Jacare þann 12. desember. Það verður síðan að koma í ljós hvort Holland verði búinn að jafna sig á kórónuveirunni í tæka tíð.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.