spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKhamzat Chimaev segist vera hættur

Khamzat Chimaev segist vera hættur

Nýliði ársins í fyrra, Khamzat Chimaev, tilkynnti óvænt að hann væri hættur í MMA. Dana White, forseti UFC, var þó fljótur að skjóta þetta niður og sagði Khamzat aðeins vera í tilfinningalegu uppnámi.

Khamzat Chimaev fór hamförum á síðasta ári þegar hann vann alla þrjá UFC bardaga sína með miklum yfirburðum. Chimaev átti að mæta Leon Edwards en þurfti að draga sig úr bardaganum eftir að hann greindist með kórónuveiruna.

Khamzat hefur ekki enn jafnað sig á veikindunum og hefur verið illa haldinn. Khamzat er enn að glíma við eftirköst veirunnar og hefur ekki getað æft almennilega í dágóðan tíma. Hann á erfitt með andardrátt og þurft nokkrum sinnum að fara upp á spítala eftir æfingu.

Khamzat var því flogið til Las Vegas af UFC þar sem hann er nú staddur í frekari meðferð. Vonir stóðu til að hann gæti síðan barist aftur í sumar.

Khamzat tilkynnti hins vegar í gærkvöldi að hann væri hættur í MMA.

Tilkynningin kom verulega á óvart en hann virðist enn vera að glíma við slæm eftirköst veirunnar. Khamzat birti nýverið mynd þar sem hann var að hósta blóði.

Þrátt fyrir þessa tilkynningu Khamzat segir Dana White að hann sé ekki hættur.

„Þegar hann kom hingað var hann settur á lyf. Hann var látinn taka prednisone sem er anstyggilegur steri. Á meðan hann er a lyfjunum á hann að slaka á og jafna sig. En í staðinn ákvað hann að fara á æfingu, leið ömurlega og póstaði þessu,“ sagði Dana við MMA Junkie.

„Hann á alls ekki að vera að æfa en hann er auðvitað villidýr sem vill berjast hverja einustu helgi. Núna getur hann ekki æft og póstaði þessari yfirlýsingu en hann er ekki hættur.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular