spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentKolbeinn Kristinsson stígur inn í hringinn á stærsta bardagakvöldi ársins.

Kolbeinn Kristinsson stígur inn í hringinn á stærsta bardagakvöldi ársins.

7. desember næstkomandi mun skarta því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða í bardagaíþróttum með tveimur stjörnuprýddum viðburðum á sama kvöldi. Eins og fjallað var um áður er stefnan sett á Doncaster hjá strákunum í Reykjavík MMA þar sem Aron Leó mun berjast upp á sinn fyrsta titil í atvinnumennsku meðal annarra keppenda frá klúbbnum.

En nýlega tilkynnti Kolbeinn Kristinsson atvinnumaður í hnefaleikum að hann muni berast þetta sama kvöld í Austurríki. Kolli mun mæta Pólverjanum Piotr Cwik í 8. lotu bardaga á sama tíma og Reykjavík MMA tryllir salinn í Doncaste, Englandi. Því er óhætt að segja að hér sé ein rosaleg bardagaveisla á ferð!

Góður sigur og mikið af tækifærum

Kolli sigraði síðast Mika Mielonen í Helsinki í sumar þar sem Mika dró sig úr bardaganum eftir 5 lotur og bar fyrir sig meiðsli í hendi. Bardaginn við Mika átti sér mjög langdreginn og dramatískan aðdraganda, en allt er þegar þrennt er og fór bardaginn loksins fram í september. Kolli lagði á sig mikla vinnu fyrir bardagann og tók sér tíma til að hvíla líkamann og taugakerfið eftir að hafa landað sigrinum í bardaga sem krafðist þriggja undirbúningstímabila. Kolli fór upp í 86. sæti styrkleikalistans með sigrinum og byrjuðu tilboð um nýjan bardaga að berast til hans stuttu eftir sigurinn.

Að sögn Kolbeins var honum boðinn mjög flottur bardagi á stóra sviðinu í Bretlandi en tímasetningin hentaði illa fyrir Kolla sem hefði þurft að drífa sig í hringinn aftur ef hann myndi taka bardaganum. Kolbeinn er sem stendur 16 – 0 sem atvinnumaður í hnefaleikum og er kominn í hóp þeirra bestu í heiminum. Þetta er því líklega ekki rétti tíminn til þess að drífa sig og eiga á hættu á feilspori með slæmum undirbúningi og aðstæðum. Kolli afþakkaði bardagann og hélt áfram að skoða í kringum sig.

Búist var við því að bardaginn við Mika myndi valda vatnaskilum í ferli Kolbeins og virðist það hafa verið raunin. Kolbeinn samþykkti að mæta Piotr Cwik enda spenntur að ná öðrum bardaga fyrir árslok. Á nýju ári er líklegt að Kolbeinn svari kalli frá Asíu og kyndi undir vinsældir sínar þar.

En hver er Piotr?

Piotr Cwik er pólskur hnefaleikamaður sem er búsettur í Þýskalandi. Hann er 7 – 1 sem atvinnumaður en þetta eina tap kom í hans fyrsta bardaga en Piotrs er annars á 7 bardaga sigurgöngu. Ef marka má Boxrec þá barðist Piotr sinn fyrsta bardaga í maí á þessu ári og er öruggt að segja að hann hafi verið mjög duglegur, enda búinn að berjast átta sinnum á sex mánuðum.

Piotr er höggþungur, lágvaxinn, vel flúraður og virðist elska að berjast. Piotr hefur einnig barist í Bareknuckle-hnefaleikum og er 0 – 4 á því sviði, en hinn 40 ára gamli Piotr „Bubu“ barðist sinn síðasta bardaga með berum hnefum í apríl, einum mánuði áður en hann gerðist atvinnumaður.

Kolbeinn er nýlentur til landsins eftir tveggja vikna dvöl í Þýskalandi þar sem hann æfði með EBU-meistaranum Oleksandr Zakhozhyi. Kolla var flogið út til Þýskalands af liðsfélögum Zakhozhyi þar sem Kolli þótti einstaklega hentugur æfingarfélagi fyrir komandi bardaga á Zakhozhyi.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular