spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKolbeinn með rothögg í 4. lotu

Kolbeinn með rothögg í 4. lotu

kolli-walk_off_koKolbeinn Kristinsson sigraði sinn sjöunda bardaga fyrr í dag. Kolbeinn kláraði Georgíumanninn í 4. lotu með rothöggi og átti bardagann gjörsamlega.

Kolbeinn er núna 7-0 sem atvinnumaður og virðist fátt ætla að stoppa hann. Andstæðingur Kolbeins, David Gegeshidze frá Georgíu, var sá reynslumesti og sterkasti sem Kolbeinn hefur mætt hingað til en var þó ekki mikil fyrirstaða fyrir Kolbein.

„Í boxárum er ég ennþá tiltölulega ungur. Ég er 28 ára gamall og atvinnuferillinn minn er rétt bara að hefjast. Ég finn skýrt hversu mikið ég bæti mig á milli bardaga og ég get alveg lofað því að ég verð ennþá öflugri næst þegar ég fer í hringinn,“ segir Kolbeinn.

Bardaginn fór fram á Álandseyjum en þar hefur Kolbeinn dvalið við æfingar undanfarnar vikur ásamt Finnanum Robert Helenius. Finninn berst svo í aðalbardaganum í kvöld.

Kolbeinn átti bardagann frá A til Ö. Leikáætlunin hjá Kolbeini var að vinna með reglulegar stungur og fara svo fast í skrokkinn með hægri.

Gegeshidze tók örugglega 20 þung skrokkhögg og var augljóst að hann var alveg búinn að fá nóg af því. Hann virtist því gefa honum rothöggið og féll niður eftir vinstri krók í höfuðið um miðja fjórða lotu. Þetta er þriðji sigur Kolbeins í röð með rothöggi.

„Ég er himinlifandi. Ég æfði eins og skepna fyrir þennan bardaga og var algjörlega viss í minni sök með það að ég myndi vinna þegar ég steig inn í hringinn. Þetta var andstæðingur með mikla reynslu og af pappírunum að dæma þá hefði ég gert ráð fyrir mun meiri mótstöðu en þeirri sem ég mætti. Það var eins og hann vildi bara alls ekki vera þarna. Reyndar finnst mér það alveg skiljanlegt,” segir Kolbeinn og hlær.

kolbeinn-fagnar
Kolbeinn fagnar. Mynd af Facebook síðu Kolbeins.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular