Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentÚrslit UFC 203

Úrslit UFC 203

ufc203UFC 203 var að klárast rétt í þessu. Bardagakvöldið fór fram í Cleveland og var barist um beltið í þungavigtinni.

Stipe Miocic tókst að verja þungavigtarbeltið sitt. Miocic og Alistair Overeem háðu stuttan en frábæran bardaga. Overeem tókst að slá Miocic niður og reyndi að klára „guillotine“ hengingu en Miocic slapp. Miocic tókst svo að klára Overeem með þungum höggum í gólfinu.

Eftir bardagann kvaðst Overeem hafa fundið fyrir tappi hjá Miocic en það sást ekki á myndbandsupptökum. Overeem hafði verið rotaður skömmu áður og kannski ennþá ringlaður en augnablikið var ansi vandræðalegt þegar ekkert tapp sást á myndskeiðinu sem var sýnt.

Fabricio Werdum og Travis Browne áttust við í ótrúlega skrítnum bardaga. Werdum byrjaði vel og var nálægt því að klára Browne í 1. lotu. Eftir bardagann kom þjálfarinn umdeildi, Edmund Tarverdyan, og hrópaði eitthvað að Werdum og sparkaði Werdum í hann. Allt varð vitlaust um skamma stund og var atburðarrásin undarleg.

CM Punk tapaði í 1. lotu sem var nokkuð sem kom fáum á óvart.

Aðalhluti bardagakvöldsins.

Þungavigt: Stipe Miocic sigraði Alistair Overeem með rothöggi eftir 4:27 í 1. lotu.
Þungavigt: Fabrício Werdum sigraði Travis Browne eftir einróma dómaraákvörðun.
Veltivigt: Mickey Gall sigraði CM Punk með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:14 í 1. lotu.
Bantamvigt: Jimmie Rivera sigraði Urijah Faber eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Jéssica Andrade sigraði Joanne Calderwood með uppgjafartaki (guillotine henging) eftir 4:38 í 1. lotu.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Bantamvigt kvenna: Bethe Correia sigraði Jessica Eye eftir klofna dómaraákvörðun.
Millivigt: Brad Tavares sigraði Caio Magalhães eftir klofna dómaraákvörðun.
Hentivigt: Nik Lentz sigraði Michael McBride með tæknilegu rothöggi eftir 4:17 í 2. lotu.
Léttvigt: Drew Dober sigraði Jason Gonzalez með tæknilegu rothöggi eftir 1:45 í 1. lotu.

Upphitunarbardagi (UFC Fight Pass)

Veltivigt: Yancy Medeiros sigraði Sean Spencer með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 49 sekúndur í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular