spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKolli: Fann að hann var óöruggur

Kolli: Fann að hann var óöruggur

Mynd: Dukagjin Idrizi.
Mynd: Dukagjin Idrizi.

Tveir íslenskir boxarar keppa atvinnubardaga í dag í Svíþjóð. Kolbeinn Kristinsson keppir sinn áttunda atvinnubardaga og Valgerður Guðsteinsdóttir keppir sinn fyrsta atvinnubardaga.

Hnefaleikakvöldið kallast Rising Stars og fer fram í Stokkhólmi. Valgerður verður í dag fyrsta íslenska konan til að keppa atvinnubardaga í hnefaleikum.

Vigtunin fór fram í gærkvöldi og þar hittust jafnframt andstæðingarnir og fengu að standa andspænis hvor öðrum. Kolbeinn og Valgerður náðu bæði vigt sem og andstæðingar þeirra.

Kolbeinn (7-0) var 105 kg á vigtinni sem er í léttari kantinum á hans mælikvarða.

Andstæðingur Kolbeins var þó öllu léttari eða einungis 95 kg. „Ég fann að hann var óöruggur þegar hann stóð á móti mér. Ég er talsvert stærri og faðmlengri en hann og ef hann hefur horft á einhvern af bardögunum mínum þá veit hann væntanlega vel að ég nýti faðminn vel og er með eitraða stungu. Mér líður mjög vel og ég fer í þennan bardaga fullur sjálfstrausts,“ segir Kolbeinn í fréttatilkynningu.

Kolbeinn mætir Georgíumanni að nafni Archil Gigolashvili (2-0) en Kolbeinn tók bardagann fyrir fáeinum dögum síðan.

Mynd: Snorri Björns.
Mynd: Snorri Björns.

Valgerður kemur líkt og Kolbeinn úr hnefaleikafélaginu Æsi og hefur æft hnefaleika frá árinu 2011. Valgerður er 31 árs gömul og hefur lengi stefnt að því að taka skrefið í atvinnumennskuna. Hún greip því tækifærið þegar henni bauðst að berjast sinn fyrsta atvinnubardaga á þessu bardagakvöldi.

Valgerður var rétt rúmlega 58 kg á vigtinni í gær en hún mætir hinni sænsku Angelique Hernandez (1-1). „Mér er búið að líða bara afar vel í þessu ferli. Að ná vigt var ekkert einasta vandamál fyrir mig og að hitta andstæðinginn, horfa í augun á henni og máta mig aðeins við hana styrkir mig bara í þeirri trú að ég eigi fullt erindi hingað. Ég hafði á tilfinningunni að henni þætti þetta erfiðara en mér og það er góð tilfinning. Ég er hins vegar búin að horfa á bardaga með henni og ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að hún er mjög góður boxari. Þetta er alvöru andstæðingur og ég get ekki leyft mér neitt kæruleysi, enda stendur það ekki til,“ segir Valgerður.

Keppnin hefst kl 15 á íslenskum tíma í dag og verður hægt að horfa á bardagana í beinni útsendingu hér en greiða þarf 99 sænskar krónur (1.220 ISK) fyrir streymið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular