Boxarinn Kolbeinn Kristinsson ætlar að kenna leyndarmál atvinnumannanna á sérstöku námskeiði um næstu helgi. Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem keppa í boxi, MMA eða Muay Thai en keppnisreynsla er skilyrði.
Kolbeinn Kristinsson (9-0) er atvinnumaður í hnefaleikum og margfaldur Íslandsmeistari í íþróttinni. Hann hefur mikla keppnisreynslu og ætlar að miðla þeirri reynslu til þeirra sem eru að keppa í boxi, MMA eða Muay Thai.
Námskeiðið fer fram helgina 8. til 9. júlí. „Við förum yfir nokkra lykilpunkta varðandi að stjórna fjarlægð, stjórna bardaganum, hvernig á að afvopna andstæðinginn og stjórna inside. Svo verður hægt að spyrja mig að einhverju sem þau vilja vita, bara þannig að allir græði sem mest á þessu,“ segir Kolbienn um námskeiðið.
„Ég er með langan lista af hlutum sem hægt verður að fara yfir, verður mikið drillað og líka live action prófað hluti. Þetta verður auðvitað frá mínu sjónarhorni og minni reynslu úr atvinnuhnefaleikum.“
Námskeiðið kostar 11.500 en skráning fer fram á kolliboxing@gmail.com