spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKristín Sif með silfur á Norðurlandamótinu í boxi

Kristín Sif með silfur á Norðurlandamótinu í boxi

Kristín Sif Björgvinsdóttir nældi sér í silfur í gær á Norðurlandamótinu í boxi sem fram fór um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingur hlýtur verðlaun á Norðurlandamótinu.

Fjórir Íslendingar kepptu á Norðurlandamótinu sem fram fór í Noregi um helgina. Ásgrímur Gunnar Egilsson keppti í -69 kg flokki karla en hann tapaði fyrir Svíanum Adolphe Sylvia eftir einróma dómaraákvörðun. Jafet Örn Þorsteinsson keppti í -81 kg flokki karla en hann tapaði fyrir Norðmanni eftir klofna dómaraákvörðun. Kristján Ingi Kristjánsson keppti í -91 kg flokki karla en hann tapaði einnig fyrir Norðmanni og var bardaginn stöðvaður í 1. lotu.

Kristín Sif Björgvinsdóttir keppti í -75 kg flokki kvenna. Í gær mætti hún Julie Holte frá Noregi og sigraði eftir einróma dómaraákvörðun. Í dag, sunnudag, mætti hún svo Love Holgersson frá Danmörku en þurfti að lúta í lægra haldi eftir einróma dómaraákvörðun. Silfur því niðurstaðan hjá Kristínu en Kristín var búin með tvo boxbardaga áður en hún fór á mótið.

Eins og áður segir er þetta í þriðja sinn sem Íslendingur hlýtur verðlaun á Norðurlandamótinu í boxi. Kolbeinn Kristinsson hlaut silfur á Norðurlandamótinu 2013 og Valgerður Guðsteinsdóttir náði bronsi árið 2016.

Kristín með verðlaunin í dag.
Mynd: Steinar Thors.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular