Kanadamaðurinn Kyle Sleeman, margverðlaunaður BJJ-keppandi, kemur til landsins og heldur Seminar 20. – 22. september. Kyle er mjög virkur BJJ-keppandi og hefur gefið út mikið af kennsluefni á Youtube og BJJ Fanatics. Kyle er mikill Íslandsvinur og hefur áður haldið Seminar sem fékk einróma lof þátttakenda.
Kyle sigraði síðast 2024 Ontario International Open sem haldið var í Kanada í maí. Hann hefur margsinnis sigrað IBJJF, er KSF Superfight Campion og hefur einnig unnið Ontario Open. Kyle Sleeman er með 23 ára reynslu í glímu hvort sem það er BJJ, Wrestling eða Judo og nýtir reynsluna sína í kennsluefni á BJJ Fanatics og á BJJ Globetrotters.
Námskeiðið kostar 15.000 og fer skráning fram hjá @gusti.chef á Instagram, Gustichef@gmail.com eða í síma 624 4423.
Námskeiðið verður Nogi miðað og ætlar Kyle að fara yfir takedowns, guard Pass og guard vinnu.
Kyle Sleeman er mikill Íslandsvinur og hefur áður verið með námskeið á klakanum sem heppnaðist hrikalega vel. Kyle kemur til landsins í miðri viku fyrir námskeiðið og fer í lítið ferðalag um landið áður en hann heldur þriggja daga námskeið í húsakynnum Reykjavík MMA. Búast má við að námskeiðið verði 4 – 5 klst. á laugardeginum og sunnudeginum.