spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKynning á þrekprófi til að komast inn í Keppnislið Mjölnis

Kynning á þrekprófi til að komast inn í Keppnislið Mjölnis

hlaupaprof

Þrekprófið fyrir Keppnislið Mjölnis var kynnt í dag og voru þau Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Diego Björn Valencia og Egill Öydvin Hjördísarson fengin til að prófa prófið.

Til að standast prófið þarf að klára eftirfarandi þrautir:

Hlaup (leiðina má sjá á meðfylgjandi mynd)
Strákar: hlaupa 2 km á 7:45
Stelpur: hlaupa 2 km á 9:00

Armbeygjur
Strákar: 50
Stelpur: 30

Hnébeygjuhopp
Strákar: 40
Stelpur: 30

Dauðar upphýfingar
Strákar: 12
Stelpur: 6

Sit outs
Strákar: 50
Stelpur: 40

MMA fréttir tók tal á Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis, en hann bjó til prófið.

Hvernig stóðu þau sig í prófinu? „Sunna náði öllum hlutum prófsins, Diego náði öllu nema hlaupinu og upphýfingunum og Egill náði öllu nema upphýfingunum“

Hvenær verður svo prófið formlega? „Líklegast aðra vikuna í janúar en það verður auglýst í desember. Síðasti séns til að sækja um til að komast í prófið er 12. desember.“

Hvað gerist ef þau ná ekki prófinu? „Þeir sem eru nú þegar meðlimir í keppnisliði Mjölnis myndu þá fá annað tækifæri til að taka prófið tveimur vikum seinna en þeir sem eru ekki meðlimir þyrftu því að sækja aftur um í september þegar prófið verður næst. Þeir sem ná ekki prófinu fá einfaldlega ekki að æfa með Keppnisliði Mjölnis, engin miskun“

Jón Viðar gerði skemmtilegt myndband af prófinu:

Inntökupróf Keppnisliðis Mjölnis (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular