spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLeon Edwards: Gunnar einn erfiðasti andstæðingurinn í flokknum

Leon Edwards: Gunnar einn erfiðasti andstæðingurinn í flokknum

Leon Edwards mætir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í London á laugardaginn. Edwards býst við erfiðum bardaga en er sannfærður um að hann standi uppi sem sigurvegari að lokum.

Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á laugardaginn og mikilvægur bardagi í flokknum. Edwards segir að Gunnar sé góður á öllum vígstöðum bardagans og hafi bætt sig í standandi viðureign. Þá er Gunnar mjög góður ofan á í gólfinu og er einn erfiðasti andstæðingurinn í veltivigtinni.

„Ég spái því að höndin mín fari upp. Ég vil klára hann til að koma með yfirlýsingu. Ég hef æft vel fyrir erfiðan þriggja lotu bardaga en það væri bónus að klára bardagann. Ég spái því að ég verði sigurvegarinn á laugardaginn,“ segir Edwards.

Viðtalið við Edwards má sjá í heild sinni en þar talar hann meðal annars um yngri bróðir sinn Fabian Edwards og bardaga hans gegn Hrólfi Ólafssyni árið 2016, rætur sínar í Jamaíka, sigurinn gegn Donald Cerrone og fleira.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular