spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLeon Edwards vill ekki berjast aftur við Belal Muhammad

Leon Edwards vill ekki berjast aftur við Belal Muhammad

Leon Edwards átti heldur svekkjandi endurkomu í búrið um helgina. Eftir góða 1. lotu endaði bardaginn í 2. lotu eftir augnpot Edwards.

Leon Edwards hafði ekki barist síðan í júli 2019 þegar kom að bardaganum gegn Belal Muhammad á laugardaginn. Muhammad kom inn með þriggja vikna fyrirvara eftir að upphaflegi andstæðingur Edwards, Khamzat Chimaev, datt út.

Edwards leit vel út í 1. lotu en í 2. lotu stakk hann óvart fingri í auga Muhammad. Muhammad féll strax niður og öskraði af sársauka en bardaginn var dæmdur ógildur í kjölfarið.

„Fyrst og fremst vil ég biðja Belal Muhammad afsökunar. Þetta var minn fyrsti bardagi í langan tíma og ég undirbjó mig mjög vel. Þetta var svekkjandi og óska ég honum góðs bata,“ sagði Edwards eftir bardagann.

Leon Edwards hefur ítrekað óskað eftir titilbardaga og telur sig eiga það skilið þrátt fyrir að þessi bardagi hafi endað með ósköpum.

„Ég fór inn í bardagann með það hugarfar að titilbardagi væri næst eftir þetta. Nú velti ég því fyrir mér hvað sé næst. Berjast aftur við Belal? Berjast við einhvern annan? Mér finnst ég eiga skilið að fá titilbardaga.“

„Ég tel að ég þurfi ekki að berjast við hann [Belal] aftur. Ég barðist bara við hann af því allir aðrir sögðu nei. Ég var að vinna bardagann með yfirburðum. Mér finnst ég þurfi ekki að berjast við hann aftur og horfi fram á veginn.“

„Ég er á átta bardaga sigurgöngu. Það er sú þriðja lengsta í sögu [veltivigtar] UFC. Það er bara ég, Usman og GSP. Ég til mig hafa gert nóg til að fá stóran bardaga.“

Það verður áhugavert að sjá hvað Edwards fær næst en mögulegur bardagi gegn Colby Covington gæti verið á dagskrá hjá Edwards.

„Það er möguleiki. Ég gæti tekið þann bardaga en ég á skilið að fá titilbardaga. Ég hef unnið mig upp frá tapinu gegn Kamaru Usman. Ég hef barist við þá alla og boðist til að berjast við þá alla. Ég á skilið að fá titilbardaga núna. Af hverju ætti ég að berjast 10 aðra bardaga til að fá titilbardaga?“

Veltivigtarmeistarinn Kamaru Usman mun að öllum líkindum mæta Jorge Masvidal næst í næstu titilvörn sinni. Ef Edwards fær titilbardaga næst þarf hann þó að bíða aðeins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular