Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeErlent15 þúsund áhorfendur á UFC 261 í apríl

15 þúsund áhorfendur á UFC 261 í apríl

Dana White, forseti UFC, tilkynnti í gær að UFC 261 verði með fulla höll af áhorfendum í apríl. Bardagakvöldið verður í Flórída og verða þrír titilbardagar á dagskrá.

Þetta tilkynnti Dana White á samfélagsmiðlum í gær.

UFC 261 fer fram í VyStar Veteran’s Memorial höllinni í Jacksonville í Flórída. Höllin tekur um 15.000 manns í sæti og fer bardagakvöldið fram þann 24. apríl. UFC hefur beðið lengi eftir að geta haft áhorfendur á sínum bardagakvöldum eftir að heimsfaraldurinn hófst. UFC ætlar að selja miða í hvert einasta sæti og verður engin tveggja metra regla milli áhorfenda.

Dana White vonaðist eftir að geta haldið UFC 260 í mars í Texas með áhorfendum en tókst ekki að landa samningum. Þess í stað beinir hann spjótum sínum að Flórída og verður UFC 261 þar. UFC þurfti að gera hlé á dagskrá sinni þegar heimsfaraldurinn var að byrja en fór aftur af stað þann 9. maí í fyrra. Það var einmitt í tómri VyStar höllinni og en núna verða áhorfendur til staðar.

Covid smitin í Jacksonville hafa farið lækkandi síðan í janúar og hefur verið opnað fyrir flesta þjónustu í borginni á síðustu vikum en grímuskylda er þó enn staðar. The Players golfmótið fór fram í Flórída á dögunum en þar voru áhorfendur bara í 20% rúmtaki vallarins.

Þrír titilbardagar verða á dagskrá á UFC 261. Dana staðfesti aðalbardaga kvöldsins í gær en þeir Kamaru Usman og Jorge Masvidal mætast um veltivigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins. Usman varði beltið sitt í febrúar þegar hann kláraði Gilbert Burns en Masvidal hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Usman í einhliða bardaga í júlí.

UFC hafði þegar staðfest tvo titilbardaga á kvöldinu; Valentina Shevchenko mætir Jessica Andrade í fluguvigt kvenna og Weili Zhang mætir Rose Namajunas í strávigt kvenna.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular