spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLygilega langur ferill Alistair Overeem

Lygilega langur ferill Alistair Overeem

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Alistair Overeem mætir Augusto Sakai í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu annað kvöld. Hinn fertugi Alistair Overeem hefur átt ansi langan feril í bardagaíþróttum og er hann alls ekki dauður úr öllum æðum.

Ein af fyrstu greinunum sem birtist hjá MMA Fréttum var grein um Alistair Overeem þar sem greinarhöfundur velti því fyrir sér hvort Alistair Overeem væri ekki bara búinn á því. Sú grein er tæplega sjö ára gömul en síðan þá hefur Overeem barist 15 bardaga í UFC, fengið titilbardaga og rotast fimm sinnum.

Ferill Overeem hefur verið ótrúlega langur og hreinlega endalaus. Það var ekki fyrr en nýlega sem Overeem fór að tala um að hætta en það verður ekki fyrr en eftir 2-3 ár. Hann hefur greinilega ennþá gaman af þessu þó sitt sýnist hverjum um ágæti þess að vera með svo mörg töp eftir rothögg á ferlinum.

Overeem tók sinn fyrsta MMA bardaga í október 1999! Hann er búinn með 65 MMA bardaga á ferlinum (46 sigrar, 18 töp og einn bardagi dæmdur ógildur). Þá er eftir ótalið 14 bardagar í sparkboxi þar sem hann náði góðum árangri.

Overeem Arlovski

Þegar Overeem byrjaði að berjast í MMA var hann aðeins 19 ára gamall og þá var öldin önnur.

  • Napster var stofnað sama ár
  • Fyrsti þátturinn af Svampi Sveinssyni var frumsýndur
  • „2000 vandinn“ var á allra vörum
  • Vinsælustu lögin 1999 voru „I want it that way“ með Backstreet Boys og „..hit me baby one more time“ með Brittney Spears
  • Heimsfjöldinn fór yfir 6 milljarða í fyrsta sinn
  • The Matrix kom út sama ár

Overeem hefur líka barist í flestum stærstu bardagasamtökum sögunnar og náð í fjölda titla. Overeem hefur barst í UFC, PRIDE, Strikeforce, Dream og auðvitað K-1 í sparkboxinu.

Þessi ferill hefur tekið sinn toll en Overeem er með 14 töp eftir rothögg í MMA og þrjú í sparkboxi. Aðdáendur hans bíða með öndina í hálsinum þegar hann berst þar sem þeir óttast að sjá hann rotaðan enn einu sinni. Hann er ennþá að bæta sig tæknilega og er sennilega einn sá tæknilegasti í þungavigtinni í dag á öllum vígstöðum bardagans en á alltaf í hættu á að vera rotaður hvenær sem er.

Overeem vill helst ekki hætta fyrr en hann nær lokamarkmiðinu sínu – að vinna UFC beltið. Hann er þó raunsær og ætlar að gefa sér 2-3 ár í viðbót til að ná beltinu en mun annars hætta þó beltið vanti.

Overeem hefur unnið þrjá af síðustu fjórum bardögum sínum og kemst skrefi nær markmiði sínu með sigri annað kvöld gegn Augusto Sakai.

Overeem eftir sitt síðasta tap.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular