spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLyman Good sagður hafa fallið á lyfjaprófi - Vandræðalegt tíst í gær

Lyman Good sagður hafa fallið á lyfjaprófi – Vandræðalegt tíst í gær

lyman-goodLyman Good átti að mæta Belal Muhammad á UFC 205 en fær nú ekki að berjast eftir að hafa mögulega fallið á lyfjaprófi. Tíst frá æfingafélaga hans í gær er ansi vandræðalegt eftir fréttirnar.

Lymand Good var eini bardagamaðurinn á UFC 205 sem er fæddur og uppalinn á Manhattan í New York. UFC 205 fer fram í New York þann 12. nóvember og var bardagi Good og Muhammad einn af fyrstu bardögum kvöldsins.

UFC hefur nú tekið Good af bardagakvöldinu þar sem hann er sagður hafa brotið lyfjastefnu UFC. Good var tekinn í lyfjapróf þann 14. október en á lyfjaprófinu hefur fundist efni sem er á bannlista USADA.

Í gær, skömmu áður en fréttirnar af lyfjaprófi Good voru gerðar opinberar, birti æfingafélagi hans þessa mynd. Í ljósi fréttanna er myndin hjá Oluwale Bamgbose nokkuð skondin.

screen-shot-2016-10-25-at-16-32-26

Oluwale Bamgbose berst einnig í UFC en á myndinni segir hann: „Ég og Lyman Good æfum eins og ónátturulega skrímslin sem við erum.“

Bamgbose hefur reynt að afsaka þessi ummæli en gerir eiginlega illt verra.

Belal Muhammad mun væntanlega fá nýjan andstæðing í stað Lyman Good en bardaginn átti að fara fram í veltivigt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular