Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaFramkvæmdir í Keiluhöllinni byrja á morgun - Skrifað undir mínútu áður en...

Framkvæmdir í Keiluhöllinni byrja á morgun – Skrifað undir mínútu áður en uppboð hófst

mjolnir-keiluhollin
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Það er nú orðið staðfest að Mjölnir mun flytja í Keiluhöllina í Öskjuhlíð um áramótin. Samningar voru loksins kláraðir í dag og hefjast framkvæmdir strax á morgun.

Flutningur Mjölnis í Öskjuhlíðina hefur verið lengi í spilunum og dregist á langinn. „Það voru fjárfestar sem komu inn og bökkuðu út, aðrir sem komu inn og bökkuðu út og þannig gekk það fyrir sig í langan tíma. Það var erfitt að ná samningum og því gríðarleg töf,“ sagði Jón Viðar við okkur í september en flutningarnir áttu upphaflega að vera á vormánuðum á þessu ári.

Málin voru hins vegar kláruð í dag og hefur gengið mikið á á síðustu sólarhringum. Keiluhöllin átti að fara á uppboð í morgun en málin voru kláruð í tæka tíð. „Húsið átti að fara á uppboð kl. 10 í morgun en eina mínútu í 10 kláraðist þetta. Arnar Gunnlaugs og fjárfestar í kringum hann björgðuðu þessu,“ segir Jón Viðar í samtali við MMA Fréttir fyrr í dag.

Málin hafa gengið hratt fyrir sig á síðustu dögum en Arnar Gunnlaugsson kom inn í þetta á laugardaginn. „Það fór allt á fullt í gær og var unnið að þessu í alla nótt. Það hefur verið lítið um svefn síðustu daga til að klára þetta.“

Það er Arnar Gunlaugsson og hans fyrirtæki sem kaupa Keiluhöllina en Mjölnir hefur möguleika á því að kaupa 20% í húsinu. Mjölnir stefnir á að flytja inn um áramótin en eins og áður segir munu framkvæmdir hefjast strax á morgun.

Mynd af Facebook síðu Mjölnis.
Mynd af Facebook síðu Mjölnis.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular