spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLyoto Machida fær 18 mánaða bann

Lyoto Machida fær 18 mánaða bann

lyoto-machida-entranceLyoto Machida fékk í gær 18 mánaða keppnisbann frá USADA eftir fall á lyfjaprófi. Machida féll á lyfjaprófi í apríl og getur því ekki keppt fyrr en í október 2017.

Lyoto Machida átti að mæta Dan Henderson á UFC on Fox 19 í apríl en aðeins þremur dögum fyrir bardagann kom í ljós að Machida hefði fallið á lyfjaprófi. Bardaginn var í kjölfarið blásinn af en bannið nær frá 8. apríl 2016.

Machida viðurkenndi neyslu sína á vöru sem innihélt bannaða efnið 7-keto-dehydroepiandrosterone (DHEA) sem fannst í lyfsýni hans í apríl. Machida vissi ekki að varan innihéldi þetta bannaða efni en efnið mátti finna í innihaldslýsingunni svo ekki var um að ræða óhreint fæðubótarefni.

Machida átti yfir höfði sér tveggja ára bann en samvinna hans við USADA og sú staðreynd að hann viðurkenndi inntöku á vörunni gerði það að verkum að bannið var stytt.

Efnið 7-keto-DHEA er skráð sem anabólískt efni hjá WADA (World Anti-Doping Agency). Efnið á að auka efnaskipti líkamans, hjálpa við þyngdarlosun og hægja á öldrun.

Hinn 38 ára Machida mun því ekkert berjast fyrr en seint á næsta ári. Machida hefur tapað tveimur bardögum í röð og ekki unnið bardaga síðan hann vann C.B. Dollaway í desember 2014.

Heimild: MMA Fighting

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular