spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLyoto Machida semur við Bellator

Lyoto Machida semur við Bellator

Lyoto Machida hefur samið við Bellator. Eftir 11 ár í UFC mun Machida nú fá nýja vinnuveitendur.

Hinn fertugi Lyoto Machida barðist 24 bardaga í UFC. Machida var m.a. léttþungavigtarmeistari UFC árið 2009 en tapaði titlinum til Shogun Rua. Hann fór síðar niður í millivigt þar sem hann skoraði á þáverandi meistara, Chris Weidman, en tapaði eftir dómaraákvörðun.

Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna og tapaði m.a. þremur bardögum í röð – allt eftir rothögg. Machida féll þar að auki á lyfjaprófi árið 2015 og fékk tveggja ára bann. Hann kom svo sterkur til baka eftir þrjú töp í röð og hefur unnið báða bardaga sína á þessu ári en síðast sáum við hann rota Vitor Belfort með svakalegu framsparki.

Machida hefur nú samið við Bellator og verður áhugavert að sjá hvað hann gerir í millivigtinni þar. Fyrr í vikunni staðfesti Bellator að veltivigtarmeistarinn Rory MacDonald mun mæta millivigtarmeistaranum Gegard Mousasi á Bellator kvöldi þann 29. september.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular