Lyoto Machida hefur samið við Bellator. Eftir 11 ár í UFC mun Machida nú fá nýja vinnuveitendur.
Hinn fertugi Lyoto Machida barðist 24 bardaga í UFC. Machida var m.a. léttþungavigtarmeistari UFC árið 2009 en tapaði titlinum til Shogun Rua. Hann fór síðar niður í millivigt þar sem hann skoraði á þáverandi meistara, Chris Weidman, en tapaði eftir dómaraákvörðun.
Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna og tapaði m.a. þremur bardögum í röð – allt eftir rothögg. Machida féll þar að auki á lyfjaprófi árið 2015 og fékk tveggja ára bann. Hann kom svo sterkur til baka eftir þrjú töp í röð og hefur unnið báða bardaga sína á þessu ári en síðast sáum við hann rota Vitor Belfort með svakalegu framsparki.
Machida hefur nú samið við Bellator og verður áhugavert að sjá hvað hann gerir í millivigtinni þar. Fyrr í vikunni staðfesti Bellator að veltivigtarmeistarinn Rory MacDonald mun mæta millivigtarmeistaranum Gegard Mousasi á Bellator kvöldi þann 29. september.