spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMackenzie Dern snýr aftur í búrið fjórum mánuðum eftir barneign

Mackenzie Dern snýr aftur í búrið fjórum mánuðum eftir barneign

Mackenzie Dern mætir Amanda Ribas á UFC bardagakvöldinu í Flórída á laugardaginn. Dern berst aðeins fjórum mánuðum eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn.

Mackenzie Dern er ein besta BJJ-kona sögunnar og er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Í MMA hefur hún unnið alla sjö bardaga sína og þar af tvo í UFC. Síðast sáum við hana sigra Amanda Cooper í maí 2018.

Dern eignaðist sitt fyrsta barn þann 9. júní en þrátt fyrir það er hún strax komin aftur af stað.

„Ég vildi snúa aftur á þessu ári. Ég vildi byrja að æfa snemma og hélt ég gæti byrjað að æfa aftur viku eftir barneign en það var ekki auðvelt,“ sagði Dern við Ariel Helwani.

„Ég þurfti að æfa rólega í mánuð en sex vikum eftir fæðingu var ég aftur farin að glíma. En það erfiðasta var að sannfæra UFC um að leyfa mér að berjast. UFC hafði áhyggjur og fannst þetta vera of snemmt, að ég gæti meiðst og að niðurskurðurinn yrði erfiður.“

Dern þurfti að fara til Las Vegas í UFC Performance Institute þar sem hún gekkst undir ýmsar mælingar. „UFC hafði áhyggjur af öllu en ég lét læknana mína í Kaliforníu tala við þá. Að lokum höfðu þeir engar afsakanir þegar læknarnir gáfu mér grænt ljós.“

Dern hefur átt í erfiðleikum með niðurskurðinn og berst enn í 115 punda strávigt. Utan UFC náði hún ekki vigt tvisvar sinnum en fyrir hennar síðasta bardaga í UFC var hún heilum sjö pundum yfir. Dern segir að brjóstagjöfin hjálpi sér að léttast fyrir bardaga og segist sjaldan hafa verið í jafn góðum málum fyrir vigtunina og nú.

Dern er með dóttur sína með sér í Flórída og er eiginmaður hennar með í för sem og faðir Dern. Það verður áhugavert að sjá hvort hún nái vigt og hvernig hún kemur til með að berjast á laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular