Magnús Ingi Ingvarsson mætti Farukh Aligadjiev frá Dagestan fyrr í kvöld. Magnús tapaði eftir rothögg í 1. lotu.
Bardaginn fór fram í léttvigt á FightStar bardagakvöldinu í London. Aligadjiev henti í þunga yfirhandar hægri sem felldi Magnús og fylgdi Aligadjiev því eftir með höggum í gólfinu. Magnús reyndi að verja sig en Aligadjiev lét höggin dynja á honum. Dómarinn hafði séð nóg og stöðvaði bardagann eftir 34 sekúndur í 1. lotu.
Þriðja tapið í röð hjá strákunum í kvöld og á núna eldri bróðir Magnúsar, Bjarki Þór Pálsson, bara eftir að berjast.