spot_img
Friday, January 2, 2026
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentManel Kape fór létt með Royval

Manel Kape fór létt með Royval

Manel Kape og Brandon Royval mættust í síðasta UFC bardaga ársins sem fram fór í Apexinu fræga. Þeir kappar áttu að mætast í tvígang fyrr á árinu en skiptust á að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Bardaginn var ekki langur þegar loks kom að honum en Manel Kape lenti stuttri en svakalega kraftmikilli hægri hendi beint á hökuna hans Royval sem hafði upp að þessu verið duglegur að halda fjarlægðinni og nýta spörkin sín. Royval steinlá með bakið upp við búrið, sjáanlega meðvitundarlaus, en virtist ranka við sér aftur þegar Kape fylgdi eftir. Herb Dean sem dæmdi bardagann lét ekki platast og stöðvaði bardagann en Royval var þá orðinn nokkuð skýr í kollinum og mótmælti ákvörðunni

Manel Kape kallaði eftir bardaga við nýkrýndan meistara fluguvigtarinnar, Joshua Van, en flestir spáðu því að búið væri að mæta hann í sína fyrstu titilvörn gegn Tatsuro Taira. Með sigrinum á Royval jafnaði Kape metið hans Joseph Benavidez yfir flesta KO sigra í fluguvigtinni, 5 KO sigrar talsins.

Þetta er virkilega sterkur sigur fyrir Manel Kape sem er fyrsti andstæðingur Royval til að klára bardaga gegn honum síðan Royval barðist við Alexandre Pantoja árið 2021. Kape fer líklega í titilbardaga á næsta ári en hann kallaði strax eftir Van og sagðist ætla að „skipta um bleijuna hans í beinni útsendingu á Paramount“ sem er annað hvort harðasta eða misheppnaðasta hótun ársins.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið