spot_img
Thursday, January 9, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UCF Fight Night: Henderson geng Khabilov

Mánudagshugleiðingar eftir UCF Fight Night: Henderson geng Khabilov

Ultimate-Fight-Night-42-poster

Um helgina fór fram UFC Fight Night: Henderson vs. Khabilov í Albuquerque, Nýju Mexíkó, Bandaríkjunum. Einn frægasti þjálfari MMA heimsins, Greg Jackson, hefur þjálfunarbúðir sínar þar en mönnum hans gekk misvel á heimavelli.

Eftir jafnan og erfiðan bardaga tókst Benson Henderson að ná bakinu á Rustam Khabilov og sigra með “rear naked choke” í fjórðu lotu. Upp að þeim punkti hafði bardaginn verið hnífjafnur og hefði líklegast komið niður á seinustu lotuna hver myndi hljóta sigurinn. Khabilov nýtti sér stærð sína og náði oft að draga Henderson niður í jörðina en náði aldrei að nýta sér það á sama hátt og þegar Henderson náði honum niður. Það er þó erfitt að spá fyrir hvern Henderson fær sem næsta andstæðing þar sem hann hefur tvisvar tapað á móti beltishafa sinnar deildar en gaman væri að sjá hann keppa gegn Khabib Nurmagomedov. Nurmagomedov hefur verið að rífa í sig léttvigardeildina og væri það því hentugur bardagi fyrir báða aðila og líklegt að sigurvegri hans ætti möguleika á titilbardaga. Kabilov sýndi og sannaði að hann getur hangið inni með þeim bestu og stimplaði sig inn sem einn af þeim sem þarf að fylgjast vel með í léttvigtardeildinni. Þrátt fyrir þetta tap fær hann að öllum líkindum annan bardaga gegn topp tíu andstæðing í deildinni.

Bardaginn á milli Diego Sanchez og Ross Pearson hefur valdið smá ursla. Bardaginn var jafn og má deila um hver hafi í raun tekið sigurinn þegar loka bjallan hringdi. Sanchez fékk dómaraúrskurðinn á heimavelli sínum en ætlar Pearson að áfrýja ákvörðuninni í von um að honum verði gefinn sigurinn sem hann telur sig hafa fengið. Pearsons náði að lennda þungum höggum sem oft á köflum höfðu Sanchez á völtum fótum. En eldmóðurinn hélt Sanchez gangandi og í sönnum Diego Sanchez stíl þá brosti hann út að eyrum í hvert skipti sem Pearson náði góðu höggi og eggjaði Pearson áfram. Hér má minna á þá gullnu reglu sem er reynt að troða ofan í bardagakappa í tíma og ótíma, ekki skilja bardagann eftir í höndum dómaranna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diego Sanchez vinnur eftir vafasama dómaraákvörðun en hann sigraði Martin Kampmann og Takenori Gomi eftir umdeilda dómaraákvörðun. Ef þessar dómaraákvarðanir hefðu ekki fallið með honum væri hann 0-6 í síðustu sex bardögum.

John Dodson sigraði svo John Moraga eftir að læknirinn stöðvaði bardagann eftir 2. lotu. Dodson kom með öflugt hnéspark sem braut nef Moraga og blæddi all verulega úr því í bardaganum. Læknirinn ákvað að stöðva bardagann þar sem það hætti ekki að blæða úr nefinu á Moraga en Moraga var mjög ósáttur við þá ákvörðun. Hraði og kraftur Dodson virðist vera of mikill fyrir alla í fjaðurvigtardeildinni nema fyrir meistarann sjálfan Demetrious “Mighty mouse” Johnson. En Mighty Mouse er eimitt að fara keppa í næsta viku gegn Rússanum Ali Bagautinov og er líklegt að Dodson fái sigurvegara þess bardaga og því annað tækifæri á beltinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið