Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaChael Sonnen féll á lyfjaprófi - Keppir ekki gegn Vitor Belfort

Chael Sonnen féll á lyfjaprófi – Keppir ekki gegn Vitor Belfort

Chael-Sonnen-Wanderlei-SilvaEnn og aftur hefur orðið á breyting á UFC 175 kvöldinu. Chael Sonnen var tekinn í handahófskennt lyfjapróf af lyfjaeftirliti NSAC en féll á prófinu. Hann fær því ekki að keppa gegn Vitor Belfort á UFC 175.

Upprunalega var Sonnen ætlað að keppa gegn Wanderlei Silva en Silva var fjarlægður af kortinu eftir að hafa neitað að gangast undir sambærilegt lyfjapróf. Ekki er víst hver framtíð Sonnen verður í framhaldinu á þessu en hann hefur átt í erfiðleikum með að æfa og keppa eftir að UFC setti bann á TRT (testasterone replacement therapy). Sonnen hefur verið að nota TRT til að auka testósterón framleiðslu líkamans en eftir bannið virðist vera sem svo að hann hafi leitað til annara lyfa til að fá sambærilegan árangur. Lyfin sem fundust í líkama hans voru Anastrozole og Clomiphene.

Sonnen hefur áður gefið frá sér yfirlýsingu að hann yrði að finna aðra leið til að bæta testóstrerón magnið í líkama sínum eftir að hafa hætt á TRT notkun eða þá setja hanskana upp á hillu. Ef þetta væri einhver annar en Chael Sonnen væri líklegt að hann yrði rekinn úr UFC en þar sem hann er mjög vinsæll og vel liðinn af bæði eigendum UFC og FOX er ekki víst að svo verði.

Það er enn ekki komið fram hvort að Vitor Belfort fái annan andstæðing en Belfort á í sama vandamáli að stríða gagnvart notkun á ólöglegum frammistöðulyfjum og hefur sjálfur fallið á lyfjaprófum áður.  Það reynist honum erfitt að fá leyfi til að berjast í Nevada fylki um þessar mundir en hann mun mæta fyrir nefnd NSAC þann 17. júní sem mun ákveða hvort hann fái leyfi til að keppa.

Þessi bardagi er að verða að einhverjum sirkusi en vonandi fær Belfort leyfi og verðugan andstæðing.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular