Thursday, September 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Henderson vs. Khabilov

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Henderson vs. Khabilov

Annað kvöld fer fram virkilega skemmtilegt UFC bardagakvöld þar sem Ben Henderson mætir Rustam Khabilov í aðalbardaga kvöldsins. Síðustu fjórir bardagar kvöldsins eru allir mjög áhugaverðir og stefnir allt í virkilega góða bardaga en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir ekki að láta bardagana fara fram hjá þér

  • 52rustam-khabilov-vs-vinc-pichel-720p-hd-3-german-suplexes-copy-2
    Khabilov rotar Pichel með „suplex“ kasti.

    Er Rustam Khabilov tilbúinn í Henderson? Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Rustam Khabilov og Ben Henderson. Khabilov er helst þekktur fyrir að hafa rotað Vinc Pichel með „suplex“ kasti og þykir afar spennandi léttvigtarmaður. Spurningin er hins vegar hvort hann sé nógu góður í dag til að sigra Ben Henderson sem hefur aðeins tapað fyrir einum manni (Anthony Pettis í tvígang) á síðustu 7 árum. Khabilov er frábær glímumaður en það er Ben Henderson líka.

  • Hinn klikkaði Diego Sanchez: Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Ross Pearson og Diego Sanchez. Þetta gæti orðið þrælskemmtilegur bardagi og það er alltaf áhugavert að fylgjast með Diego Sanchez. Maður veit aldrei hvað hann tekur upp á að gera, hann getur tekið upp á því að sveifla villtum krókum og fara í algjört stríð eins og gegn Gilbert Melendez og Clay Guida en getur líka reynt lay’n’pray aðferðina sína og hlotið mikið last fyrir vikið.
john dodson ko
John Dodson rotar Darrel Montague.
  • Dodson getur rotað alla: John Dodson mætir John Moraga í spennandi bardaga í fluguvigtinni. Hann sigraði síðast Darrell Montague með flottu rothöggi í fyrstu lotu og er einn af höggþyngstu mönnunum í þessum léttari þyngdarflokkum.
  • BJJ vs. Wrestling: Þeir Rafael dos Anjos og Jason High mætast í miklum glímubardaga. Dos Anjos er svart belti í BJJ og sigraði fimm bardaga í röð áður en hann tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í apríl. Hann er með átta sigra eftir uppgjafartök og hefur sýnt miklar framfarir á undanförnum árum. Jason High æfði glímu (e. wrestling) frá 10 ára aldri og keppti fyrir hönd háskólans í Nebraska í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar. High nær 71% fellutilrauna sinna í UFC en tap gegn Erick Silva er eina tapið hans í síðustu tíu bardögum.
  • Patrick Cummins fær tækifæri á að sýna sitt rétta ljós: Eftir allt tal um hversu frábær Cummins var fyrir bardagann gegn Daniel Cormier fengu áhorfendur aldrei að sjá það þar sem Cormier gjörsigraði Cummins á rúmlega einni mínútu. Hann fær nú tækifæri á að sýna almennilega hvað í honum býr gegn andstæðingi sem er á svipuðu getustigi og hann. Það er smá fyndið að hugsa til þess að Cummins keppir fyrsta bardaga kvöldsins á morgun en síðast barðist hann í næstsíðasta bardaga kvöldsins.
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular