Thursday, April 18, 2024
HomeForsíðaJon Jones og Alexander Gustafsson mætast á UFC 178 (staðfest)

Jon Jones og Alexander Gustafsson mætast á UFC 178 (staðfest)

UFC 165: Jones v GustafssonLoksins loksins gætu einhverjir sagt, en Jon Jones hefur loksins samþykkt að berjast við Alexander Gustafsson eftir að hafa upphaflega hafnað bardaganum. Bardaginn fer fram á UFC 178 í Toronto þann 27. september.

Eins og komið hefur fram neitaði Jon Jones að skrifa undir samkomulag um að berjast við Alexander Gustafsson og vildi þess í stað mæta Daniel Cormier. UFC tilkynnti að allt væri klappað og klárt fyrir bardaga milli þeirra á UFC 177 í lok ágúst og átti Jones einungis eftir að skrifa undir samkomulagið. Jones hlaut mikið last frá áhangendum fyrir vikið. Stjórnendur UFC og Jon Jones hittust í gær til að ræða málin en umræðurnar hafa greinilega farið vel fram þar sem bardaginn er nú loksins staðfestur.

Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í fyrra í þar sem Jon Jones sigraði eftir hnífjafnan bardaga. Enginn hefur komist jafn nálægt því að sigra Jones líkt og Gustafsson gerði það kvöld og er bardagans í september beðið með mikilli eftirvæntingu.

Það verður að teljast ansi undarlegt af UFC að tilkynna að bardaginn færi fram á UFC 177 áður en Jones hafði samþykkt það og skrifað undir samninginn. Það setti pressu á meistarann sem gat ekki annað en skrifað undir á endanum. Af hverju UFC setur slíka pressu á meistarann og þeirra helstu stjörnu er undarlegt og vekur uppi grunsemdir um að samband stjórnenda UFC og Jones sé ekki eins og best verði kosið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular