Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn - 10 bestu bardagarnir í WEC

Föstudagstopplistinn – 10 bestu bardagarnir í WEC

Fyrir skömmu tókum við fyrir 10 bestu bardagana í Strikeforce. Nú er röðin komin að WEC, eða World Extreme Cagefighting.

WEC er bardagasamband sem var keypt af Zuffa (eigendur UFC) árið 2006. Margir af bestu bardagamönnum UFC í dag koma einmitt úr WEC þar með talið núverandi meistarar í léttvigt, Anthony Pettis, og fjaðurvigt, José Aldo. Sambandið lagði áherslu á léttari þyngdaflokkana og var þekkt fyrir fjöruga bardaga. Hér eru þeir 10 bestu að mati MMA Frétta.

10. WEC 34 – Urijah Faber gegn Jens Pulver 1

Þessi bardagi var sá stærsti í sögu sambandsins á þessum tímapunkti. Pulver, fyrrverandi UFC meistari, hafði komið með látum inn í WEC. Hann kláraði Cub Swanson í fyrstu lotu og fékk strax að skora á meistarann. Bardaginn var hraður og spennandi en Faber hafði yfirburði og sigraði á stigum eftir erfiðar 5 lotur.

faber_pulver

9. WEC 9 – Chris Leben gegn Mike Swick

Áður en Leben og Swick urðu stjörnur í fyrstu seríu af The Ultimate Fighter mættust þeir í WEC. Eftir miklar sviftingar í fyrstu lotu skiptust þeir á höggum í annarri lotu. Að lokum var það Leben sem náði inn banvænni vinstri hendi sem slökkti á Swick.

ChrisLebenvsMikeSwick

8. WEC 34 – Miguel Torres gegn Yoshiro Maeda

Fyrsta titilvörn Miguel Torres var á móti Japananum Maeda. Torres var árásagjarn en Maeda ekki þumlung eftir. Eftir þrjár spennandi lotur var bardaginn stöðvaður af lækninum þar sem hægra auga Maeda hafði lokast.

torres_maeda

7. WEC 51 – Donald Cerrone gegn Jamie Varner 2

Fyrsti bardaginn á milli þessa harðjaxla var mjög spennandi en endaði leiðinlega. Varner fékk á sig ólöglegt hnéspark í fimmtu lotu og gat ekki haldið áfram. Í þetta skipti var ekkert slíkt til að trufla bardagann. Þessir tveir létu höggin fljúga í þrjár lotur en Cerrone sigraði að lokum á stigum.

WEC 51 - Cerrone vs. Varner

6. WEC 48 – José Aldo gegn Urijah Faber

Þessi bardagi er einn sá eftirminnilegasti í sögu WEC. Eina ástæðan fyrir því að hann er ekki ofar á listanum er að hann var nokkuð einhliða. Aldo réði ferðinni allan tímann og sparkaði lappirnar undan Faber þar til hann var blár og marinn. Faber sýndi mikið hjarta og kláraði allar fimm loturnar og Aldo varð súperstjarna.

aldo faber

5. WEC 40 – Miguel Torres gegn Takeya Mizugaki

Miguel Torres var meistarinn í bantamvigt og varði titilinn í þriðja sinn á móti hinum harða Mizugaki frá Japan. Þetta var fyrsti bardagi Mizugaki í WEC en hann hafði unnið fimm bardaga í röð í minni bardagasamtökum. Bardaginn var mjög spennandi en Torres komst í gegnum erfiða kafla og ljótan skurð og sigraði á stigum.

Torres Mizugaki

4. WEC 35 – Carlos Condit gegn Hiromitsu Miura

Þriðja titilvörn Condit í WEC var á móti Japananum Miura sem fáir höfðu heyrt um. Miura var óhræddur og lét Condit hafa fyrir hlutunum. Bardaginn var tvísýnn á köflum en Condit kláraði hann í lok fjórðu lotu á tæknilegu rothöggi. Þessi bardagi var síðasti bardaginn í veltivigt í WEC en Condit hóf í kjölfarið innrás sína í UFC.

condit-miura

3. WEC 43 – Ben Henderson gegn Donald Cerrone 1

Fyrsti bardagi Henderson og Cerrone var af mörgum valinn bardagi ársins 2009. Cerrone sýndi fyrst og fremst hversu hættulegur hann er á gólfinu en hann ógnaði meistaranum Henderson stöðugt. Þessir tveir skiptust líka á höggum en bardaginn var stöðug skemmtun. Að lokum var það Henderson sem sigraði á stigum.

cerrone henderson

2 . WEC 53 – Ben Henderson gegn Anthony Pettis

Fyrsti bardaginn á milli Pettis og Henderson var sá síðasti í WEC. Bardaginn var hraður og spennandi og eftir fjórar lotur virtist hann vera hnífjafn. Anthony Pettis innsiglaði sigurinn á eftirminnilegan hátt með „Showtime sparkinu“ sem er nú orðið víðfrægt.

Showtime

1. WEC 48 – Leonard Garcia gegn Chan Sung Jung 1

Garcia og Jung (betur þekktur sem Korean Zombie) börðust sama kvöld og Faber skoraði á José Aldo. Þessir tveir naglar stálu hins vegar senunni með þriggja lotu stríði sem fékk áhorfendur til að standa á öndinni. Bardaginn var ekki sá tæknilegasti en á köflum virtist Garcia ætla að loftræsta alla höllina með sveiflum sínum. Garcia sigraði að lokum eftir klofinn dómaraúrskurð. Bardaginn var valinn bardagi kvöldsins og var á mörgum listum valinn bardagi ársins þetta árið.

ZombievsGarcia

Aðrir góðir sem vert er að nefna:

WEC 15 – Chris Lytle gegn Pat Healy

WEC 24 – Nate Diaz gegn Hermes Franca

WEC 26 – Chase Beebe gegn Eddie Wineland

WEC 33 – Brian Stann gegn Doug Marshall

WEC 35 – Steve Cantwell gegn Brian Stann 2

WEC 36 – Donald Cerrone gegn Rob McCullough

WEC 38 – Donald Cerrone gegn Jamie Varner 1

WEC 41 – Mike Brown gegn Urijah Faber 2

WEC 42 – Miguel Torres gegn Brian Bowles

WEC 44 – José Aldo gegn Mike Brown

WEC 45 – Donald Cerrone gegn Ed Ratcliff

WEC 46 – Urijah Faber gegn Raphael Assuncao

WEC 47 – Dominick Cruz gegn Brian Bowles

WEC 49 – Mark Hominick gegn Yves Jabouin

WEC 53 – Donald Cerrone gegn Chris Hordodecki

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular