spot_img
Saturday, November 2, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn – 10 bestu Strikeforce bardagarnir

Föstudagstopplistinn – 10 bestu Strikeforce bardagarnir

Strikeforce fékk ekki alltaf þá virðingu sem það átti skilið þegar sambandið var við lífi. Nú þegar hinir ýmsu bardagamenn (og konur) hafa barist í UFC með góðum árangri er tímabært að líta aftur og minnast bestu bardaganna sem sambandið hafði upp á að bjóða.

strikeforce

10. Ronda Rousey gegn Miesha Tate 1

Það var mikið drama í kringum þennan bardaga. Tate var reynslumikli meistarinn á meðan Rousey hafði aðeins barist fjórum sinnum, eða samtals 138 sekúndur. Tate sýndi Rousey enga virðingu, réðst á hana með höggum og bardaginn fór fljótlega í gólfið. Eftir að hafa sloppið úr „armbar“ tilraun kláraði Rousey bardagann með sama bragði eftir 4 ½ mínútu af fyrstu lotu. Nýr meistari var krýndur.

rondamiesha

9. Ronaldo „Jacare“ Souza gegn Luke Rockhold

Þessir kappar börðust sama kvöld og Josh Barnett sigraði Sergei Kharitonov í Strikeforce þungavigtarmótinu. Souza var meistarinn á meðan Rockhold hafði sigrað þrjá í röð í samtökunum. Souza virtist ætla að stjórna bardaganum snemma en Rockhold fór að verjast fellum betur og kom inn góðum höggum og spörkum. Bardaginn var mjög tvísýnn og spennandi en Rockhold hafði meira úthald og sigraði á stigum.

rockhold souza

8. Nick Diaz gegn Evangelista „Cyborg“ Santos

Nick Diaz átti Strikeforce. Hann var lang stærsta stjarnan og sigraði alla sína sex bardaga í sambandinu. Bardagi hans við „Cyborg“ Santos var hrikalega spennandi. Santos náði inn miklum fjölda af lágspörkum á meðan Diaz hélt áfram að pressa með höggum. Að lokum kláraði Diaz bardagann með gullfallegum „armbar“.

7. Frank Shamrock gegn Cung Le

Frank Shamrock hafði sigrað „The New York Bad Ass“ Phil Baroni og var meistarinn í millivigt, sá eini sem hefur verið meistari í UFC, WEC og Strikeforce. Hinn ósigraði Cung Le var dularfulli andstæðingurinn frá Víetnam en báðir höfðu barist í Strikeforce frá upphafi sambandsins. Þessi bardagi var jafn og æsispennandi en eftir þrjár lotur varð Shamrock að gefast upp í horninu með brotna hendi.

6. Daniel Cormier gegn John Barnett

Þungavigtarmót Strikeforce virtist sniðið að Fedor Emelianenko og Alistair Overeem en það átti enginn von á að varamaðurinn Daniel Cormier skyldi koma sterkur inn, rota „Bigfoot“ Silva og mæta Barnett í úrslitnum. Þessi bardagi var einhliða en engu að síður mjög góður. Cormier barði Barnett sundur og saman standandi í fimm lotur og sigraði mótið.

Cormier slam Barnett

 

5. Gina Carano gegn Christiane „Cyborg“ Santos

Carano var fyrsta kvenkyns súperstjarnan í MMA. Í þessum bardaga mætti hún sínum erfiðasta andstæðingi, skrímslinu „Cyborg“ Santos. Bardaginn var mjög góður og Carano átti sín augnablik. Santos var hins vegar of sterk og sigraði á tæknilegu rothöggi í lok fyrstu lotu. Carano barðist aldrei aftur.

4. Robbie Lawler gegn Melvin Manhoef

Þessi bardagi var blautur draumur MMA aðdáenda. Þessir tveir voru báðir rotarar en Melvin Manhoef hafði t.d. rotað sjálfan Mark Hunk tveimur árum áður í þungavigt. Bardaginn var rosalegur eins og sjá má hér að neðan. Manhoef hafði yfirhöndina en Lawler rotaði hann eftir 3 ½ mínútu af fyrstu lotu, eitt af hans bestu rothöggum.

3. Gilbert Melendez gegn Josh Thomson 3

Þessir tveir börðust þrisvar í Strikeforce og allir bardagarnir voru góðir. Það er smekksatriði hver ætti að verma þetta sæti en þriðji bardaginn var mjög dramatískur. Thomson hafði sigrað fyrsta bardagann árið 2008 en Melendez náði að hefna sín árið 2009. Þriðji bardaginn fór fram árið 2012. Eftir mjög jafnan bardaga sigraði Melendez eftir klofinn dómaraúrskurð.

melendez_thomson

2. Dan Henderson gegn Fedor Emelianenko

Fedor Emelianenko hafði verið ósigrandi árum saman og er almennt talinn sá besti í þungavigt allra tíma. Þegar hann mætti Henderson hafði hann tapað tvisvar í röð en Henderson var léttari maður sem oftast hefur barist í millivigt og létt þungavigt. Bardaginn stóð undir væntingum en þeir skiptust á þungum höggum sem hefðu gert út af við flesta. Emelianenko virtist vera á leiðinni að klára bardagann þegar Henderson kom sér undan og náði inn höggi sem „The Last Emperor“ sá ekki. Henderson sigraði á rothöggi í lok fyrstu lotu.

1. Nick Diaz gegn Paul Daley

Þessi bardagi er einn besti einna lotu bardagi allra tíma. Diaz og Daley eru báðir harðir götustrákar og hvorugur vildi bakka. Bardaginn var fullkominn stormur. Daley hélt uppi mikilli pressu og meiddi Diaz með höggum en Diaz lifði af og svaraði í sömu mynt. Í lokin virtist Daley vera að vinna, en líkt og Henderson á móti Emelianenko, kom Diaz til baka og rotaði Daley í lok fyrstu lotu. Sjón er sögu ríkari.

diaz-daley

Aðrir góðir Strikeforce bardagar sem vert er að nefna:

  • Dan Henderson gegn Rafael „Feijão“ Cavalcante
  • Miesha Tate gegn Julie Kedzie
  • Gilbert Melendez gegn Josh Thomson 1 og 2
  • Fedor Emelianenko gegn Brett Rogers
  • Scott Smith gegn Cung Le 1
  • Frank Shamrock gegn Nick Diaz
  • Marlos Coenen gegn Christiane „Cyborg“ Santos
  • Frank Shamrock gegn Phil Baroni
  • Fabricio Werdum gegn Fedor Emelianenko
  • Josh Thomson gegn Pat Healy
  • Jake Shields gegn Dan Henderson
  • Gilbert Melendez gegn Tatsuya Kawajiri
  • Nick Diaz gegn K.J. Noons 2
  • Miesha Tate gegn Marlos Coenen
  • Clay Guida gegn Josh Thomson
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

  1. Flott samantekt –
    Varðandi Gina vs. Santos þá hefur Santos misnotað stera vel og vandlega, sést líka þarna þeim tveim mikill munur en Gina lítur enn út eins og kvenmaður en auðvitað í fanta formi. Santos hafði gríðarlega yfirburði í öllum sínum bardögum og alveg í deild út af fyrir sig og því kom þessi misnotkun ekkert sérlega á óvart.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular