spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC 169

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 169

UFC 169 fór fram síðastliðið laugardagskvöld. Tveir titilbardagar voru á dagskrá auk þess sem Alistair Overeem mætti Frank Mir í þungavigtinni. Þetta bardagakvöld setti nýtt met yfir flesta dómaraúrskurði á einu kvöldi, en aðeins tveir af 12 bardögum kláruðust fyrir tíma.

Best bardagi kvöldsins var viðureign Abel Trujillo og Jamie Varner og fékk Trujillo jafnframt bónus fyrir besta rothöggið. Bardaginn var æsispennandi og leit lengi vel út fyrir að Varner myndi klára Trujillo, en að lokum tókst Abel ‘Killa’ Trujillo að ná rothögginu og $50.000 bónusnum.

Overeem með 139 högg. Mir með 5.

Alistair Overeem og Frank Mir mættust í þungavigtinni. Overeem hafði tapað tveimur bardögum í röð fyrir þennan, en Mir þrem og því þurftu báðir nauðsynlega á sigri að halda. Segja má að sigur Overeem hafi aldrei verið í hættu og þó að Dana White hafi gagnrýnt hann eftir bardagann fyrir að taka engar áhættur og ‘play it safe’ þá var þetta sannfærandi frammistaða. Overeem hefur átt það til að verða of kokhraustur og lent í vandræðum vegna þess.

Frank Mir þarf hins vegar að fara að hugsa sinn gang, en þessi fyrrum UFC meistari hefur nú tapað fjórum í röð. Ólíklegt er að honum verði sagt upp störfum hjá UFC þar sem hann hefur ávallt verið tryggur UFC. Það gæti þó styst í að hann leggi hanskana á hilluna og hann gæti hellt sér út í að lýsa bardögum en hann hefur lýst fyrir WEC og UFC og staðið sig vel í því hlutverki.

José Aldo færir sig upp í léttvigtina

Eftir að Anderson Silva tapaði beltinu til Chris Weidman eru aðeins tveir brasilískir meistarar eftir í UFC og þeir kepptu báðir á laugardaginn. José Aldo sýndi og sannaði af hverju hann er einn sá allra besti þegar hann sigraði Ricardo Lamas örugglega. Aldo hefur nú unnið 16 bardaga í röð og ekki tapað síðan árið 2005. Eftir sigurinn á Lamas á laugardaginn tilkynnti Dana White að Aldo myndi loks mæta Anthony Pettis í eins konar ‘Super Fight’ um léttvigtarbeltið. Aldo þarf þá að yfirgefa fjaðurvigtina og gefa beltið eftir og fær tækifæri til að vinna léttvigtarbeltið af Pettis. Ef Aldo tapar fær hann titilbardaga í fjaðurvigtinni en ef hann vinnur verður hann áfram í léttvigtinni. Það verður mjög fróðlegt að sjá Aldo gegn Pettis og líka að sjá hvernig Aldo stendur sig gegn topp keppendum léttvigtarinnar, ef hann sigrar Pettis.

Faber tapar enn einum titilbardaganum

Í aðalbardaga kvöldsins mættust Renan Barão og Urijah Faber í viðureign um bantamvigtarbeltið. Barão er liðsfélagi Aldo hjá Nova União og hefur, líkt og Aldo, ekki tapað síðan 2005 – en það var í allra fyrsta MMA bardaganum hans. Síðan þá hefur hann unnið 32 bardaga og virðist vera óstöðvandi. Barão var nálægt því að stoppa Faber tvisvar í bardaganum og náði loks tæknilegu rothöggi þegar Herb Dean stöðvaði bardagann. Mörgum þótti þetta vafasöm ákvörðun hjá Herb að stöðva bardagann þar sem Barão virtist aðallega vera að lenda höggum á öxl og hendi Fabers. Hins vegar bað dómarinn Faber um að vinna sig út úr stöðunni ellegar myndi hann stöðva bardagann. Faber gaf Dean ‘thumbs up’ sem er ekki það sem dómari er að leita að í aðstæðum sem þessum. Svekkjandi endir á bardaga sem hafði burði til að verða æsispennandi. Hreyfimynd af atvikinu má sjá hér fyrir neðan:

Barão gæti mætt Raphael Assuncao næst, ef þeim síðarnefnda tekst að komast framhjá Francisco Rivera í næsta bardaga sínum. Barão gæti þrátt fyrir það haldið beltinu í langan tíma, enda er hann nýorðinn 27 ára og á nóg eftir. Fyrir Faber gæti það þýtt að það líði nokkuð langur tími þangað til að næsti titilbardagi býðst, en ‘The California Kid’ er 34 ára og ekkert að yngjast.

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES
spot_img
spot_img

Most Popular