spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAnthony Johnson aftur í UFC - kemur með ferskt blóð í þynnstu...

Anthony Johnson aftur í UFC – kemur með ferskt blóð í þynnstu deild UFC

UFCAnthonyJohnsonÞær fregnir voru að berast frá UFC að Anthony Johnson hafi samið við samtökin. Þessi fyrrum veltivigtarmaður mætir Phil Davis á UFC 172. Eins og flestir muna var Johsnon rekinn úr UFC eftir að hafa ekki náð þyngd í þrjú skipti. Johnson berst nú í léttþungavigt eftir að hafa lengst af barist í veltivigt. Það er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi barist í veltivigt en hann átti augljóslega í mjög miklum erfiðleikum með að ná 170 punda takmarkinu.

Johnson kemur með ferskan blæ inn í léttþungavigtina en það er nú sá þyngdarflokkur í UFC sem hefur fæsta keppendur. Flestir bardagamenn í léttþungavigtinni eru komnir yfir þrítugt og á seinni stigum ferils síns. Ef litið er á topp 16 bardagamennina í léttþungavigt samkvæmt UFC þá eru ekki margir sem eru yngri en 30 ára. Meistarinn sjálfur, Jon Jones, er á besta aldri, 26 ára, en hefur nánast hreinsað deildina.

 

1 Alexander Gustafsson  (27 ára)

2 Glover Teixeira  (34 ára)

3 Rashad Evans  (34 ára)

4 Phil Davis  (29)

5 Antonio Rogerio Nogueira  (37 ára)

6 Dan Henderson  (43 ára)

7 Mauricio Rua  (32 ára)

8 Chael Sonnen  (36 ára)

9 Gegard Mousasi  (28 ára)

10 Ryan Bader  (30)

11 Jimi Manuwa  (33 ára)

12 Thiago Silva  (31 árs)

13 Vitor Belfort  (36 ára)

14 Lyoto Machida  (35 ára)

15 James Te-Huna  (32 ára)

Á þessum lista UFC eru nokkrir sem berjast núna í millivigt, Mousasi, Belfort, Machida og Te-Huna hefur tilkynnt að hann muni færa sig niður. Það eru ekki margir verðugir andstæðingar eftir fyrir Jones í þessum þyngdarflokki fyrir utan Gustafsson og Teixeira. Tilkoma Anthony Johnson er því kærkomin nýjung við þunnskipaðan 205 punda þyngdarflokkinn. Daniel Cormier er svo á leið í léttþungavigtina en er 34 ára. Þyngdarflokkurinn má muna sinn fífil fegurri frá þeim dögum þar sem Wanderlei Silva, Chuck Liddell, Quinton “Rampage” Jackson, Shogun Rua og Tito Ortiz réðu ríkjum.

Anthony Johnson mætir eins og áður segir Phil Davis. Það kemur eflaust einhverjum á óvart að Johnson fái Davis sem er mjög ofarlega í þyngdarflokknum en í sannleika sagt eru fáir möguleikar fyrir Davis. Davis er búinn að bíða lengi eftir að fá andstæðing og er sennilega manna ánægðustur að fá andstæðing sem er ágætis nafn. Sigurvegarinn hér gæti fengið titilbardaga.

Eftir að Anthony Johnson var rekinn úr UFC barðist hann mest megnis í Titan FC og WSOF bardagasamtökunum. Þar átti hann góðu gengi að fagna og sigraði alla sex bardaga sína. Það er undarlegt að hugsa til þess að þessi fyrrum veltivigtarmaður hafi barist gegn Andrei Arlovski í þungavigt! Þar var hann alls ekki minni en Arlovski og kjálkabraut hann en sigraði að lokum eftir dómaraákvörðun. Léttþungavigtin er því rétti þyngdarflokkurinn fyrir hann og verður gaman að sjá hvernig þessum 29 ára bardagamanni eigi eftir að vegna í UFC á ný.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES
spot_img

Most Popular