Friday, May 3, 2024
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC 191

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 191

demetrious-johnsonUFC 191 fór fram í Las Vegas um helga þar sem Demetrious Johnson varði titill sinn í sjöunda sinn gegn John Dodson. Frank Mir og Andrei Arlovski börðust í hnífjöfnum bardaga og Anthony Johnson hirti enn eitt höfuðleðrið.

Máttug mús

Eftir sjö titilvarnir virðist Demetrious Johnson nær ósnertanlegur. Hann hefur sýnt fram á stöðugan vöxt og er gott dæmi um hinn hugsandi bardagamann. Í þau skipti sem hann hefur barist tvisvar við sama andstæðing hefur hann alltaf staðið sig miklu betur í annað skiptið, sjá bardgaga á móti Ian McCall, Joseph Benevidez og nú John Dodson. Þjálfari hans, Matt Hume, er einn sá allra besti í bransanum og á mikinn heiður skilið fyrir að hafa mótað músina miklu.

Nú er Johnson kominn í þá stöðu að vera nánast búinn að hreinsa þyngdarflokkinn. Hann dreymir um að slá met Anderson Silva, þ.e. tíu titilvarnir, sem er innan seilingar. Næsti andstæðingur verður sennilega sigurvegarinn úr bardaga Henry Cejudo og Jussier Formiga og ekki útloka þriðja bardagann við Joseph Benedivez nái hann að sigra Ali Bagautinov. Draumabardaginn væri hinsvegar súperbardagi við meistarann í bantanmvigt, T.J. Dillashaw. DJ gegn TJ hljómar hrikalega vel.

Hvað skal gera við Andrei Arlovski?

Eftir að hafa báðir rotað síðustu tvo andstæðinga sína urðu sumir fyrir vonbrigðum þegar Frank Mir og Andrei Arlovski áttust við í frekar rólegri viðureign sem fór allar þrjár loturnar. Nú er staðan hins vegar sú að Arlovski hefur unnið þrjá bardaga í röð og hefur verið orðaður við titilbardaga. Vandamálið er að Fabricio Werdum og Cain Velasquez berjast sennilega ekki fyrr en í mars svo Arlvoski verður að berjast aftur, ef ekki tvisvar, áður en að því kemur. Rökréttur andstæðingur fyrir Arlovski væri Stipe Miocic en vandamálið er að hann berst við Ben Rothwell í lok október. Reyndar virðast allir þeir bestu vera uppteknir á næstunni. Junior dos Santos berst við Alistair Overeem, Josh Barnett berst við Roy Nelson og Mark Hunt berst við Antonio Silva. Arlovski verður sennilega að bíða og sjá hvernig þessir bardagara fara áður en lengra er haldið. Hver veit, kannski fær hann bara Fedor Emelianenko ef hann semur við UFC?

Öruggur sigur Anthony Johnson

Annar Johnson barðist fyrr um kvöldið. Anthony Johnson rotaði Jimi Manuwa í 2. lotu og hafði mikla yfirburði nær allan tímann. Johnson er því að öllum líkindum einum sigri frá því að fá annað tækifæri gegn meistaranum og má búast við að hann mæti annað hvort Glover Teixeira eða Patrick Cummins en þeir mætast í nóvember.

Þvílíkar 2 mínútur

Við bjuggumst við hörku bardaga á milli John Lineker og Francisco Rivera en ekkert gat undirbúið okkur undir þessar rosalegu tvær mínútur. Hluti af mér langar til að láta þá berjast aftur til að sjá hvað myndi gerast en það er ekki sanngjarnt. John Lineker sannaði sig í nýjum þyngdarflokki gegn erfiðum andstæðingi og þarf nú að klifra styrkleikalistann upp á nýtt. Einhvern nefndi Thomas Almeida (náunginn sem lítur út eins og Gísli Pálmi) sem hugsanlegan andstæðing. Það er bardagi sem gæti varla klikkað.

john-lineker-og-Francisco-Rivera

Paige VanZant er efnileg en á langt í land

Paige VanZant er 21 árs gömul og lítur út eins og Barbie dúkka sem getur slegist. Hún er þegar orðin stór stjarna og gæti orðið eins stærsta starna UFC eftir nokkur ár ef hún er byggð upp hægt og rólega. Vandamálið er að það eru fáar mjög góðar konur í strávigt svo það er freistandi að henda henni í búrið á móti villidýrum eins og Tecia Torres eða Claudia Gadelha. Raunveruleikinn er sá að það er talsverð gjá á milli hennar og t.d. Joanna Jedrezejczyk og hún þarf tíma til að byggja upp getu og sjálfstraust. UFC þarf því að vanda sig og flýta sér hægt með efni eins og VanZant án þess að ofvernda en það er mjög fín lína.

UFC tekur sér smá pásu núna en næsta bardagakvöld er ekki fyrr en 27. september í Japan. Þá mætast þeir Josh Barnett og Roy Nelson í aðalbardaga kvöldsins.

Page

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular