spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Poirier vs. Johnson

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Poirier vs. Johnson

Lítið UFC bardagakvöld fór fram í Texas um helgina. Lítið var um stórstjörnur en kvöldið hafði þó upp á nokkur kunnugleg nöfn að bjóða.

Það má segja að úrslit í stærstu bardögum kvöldsins hafi verið í óvæntari kantinum. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Dustin Poirier og Michael Johnson. Poirier hafði verið á mikilli siglingu og mætti í bardagann með mikið sjálfstraust eftir fyrstu lotu rothögg á Bobby Green í júní. Hinu megin í búrinu var Michael Johnson sem hafði tapað tveimur bardögum í röð og þurfti því nauðsynlega á sigri að halda.

Þegar bardaginn hófst var ljóst að það var Johnson sem var öruggari og sýndi meiri árásargirni. Hann var hraður og tæknilegur og hefur greinilega verið að vinna vel í sínum málum. Niðurstaðan var rothögg eftir aðeins eina og hálfa mínútu. Þar með er Johnson að koma sér rækilega á blað aftur sem einn af þeim allra bestu í léttvigt. Það væri gaman að sjá hann gegn einhverjum spennandi á uppleið eins og t.d. Michael Chiesa.

Johnson sýndi þó af sér vafasama hegðun eftir rothöggið. Eftir að hafa tekið góðan sigurhring fór hann að Poirier, sem sat enn á gólfinu eftir rothöggið, og hrópaði einhverju misfögru að honum. Johnson lét svo í sér heyra í viðtalinu eftir bardagann og virtist vera að reyna eins og hann gat að láta taka eftir sér. Viðtalið var ekkert sérstakt þar sem það var eins og Johnson væri að reyna að vera einhver annar en hann er.

Hann hefur þó eflaust bara verið æstur eftir rothöggið og tilfinningarnar hlaupið með hann í gönur. Johnson baðst síðar afsökunar á framkomu sinni í garð Poirier.

Bardagi Uriah Hall og Derek Brunson var óvæntur á annan hátt. Að þessu sinni var það sigurvegarinn, Brunson, sem var á siglingu með fjóra sigra í röð og Hall sem hafði tapað sínum síðasta bardaga. Brunson er hins vegar náungi sem er yfirleitt vanmetinn og því áttu margir von á sigri Hall.

Það varð hins vegar ekki raunin þar sem Brunson afgreiddi Hall á svipuðum tíma og Michael Johnson í aðalbardaga kvöldsins. Það má deila um frammistöðu dómarans en þetta var niðurstaðan. Nú er það Brunson sem þarf að fá einhvern rosalegan andstæðing, kannski hinn skemmtilega Gegard Mousasi. Hver sem það verður þá er tíminn til að vanmeta Brunson liðinn.

derek-brunson

Það er svo spurning hvað verður um þá Dustin Poirier og Uriah Hall. Báðir eru ennþá efnilegir þó setja megi spurningamerki við vaxtarmöguleika Hall enda orðinn 32 ára gamall. Verða þeir einhvern tímann topp fimm bardagamenn? Meistarar? Tíminn verður að leiða það í ljós en fyrir Hall er útlitið ekki gott. Poirier á hins vegar ennþá eftir sín bestu ár og gæti hæglega rifið sig upp aftur.

Fyrr um kvöldið gerðist svo sem lítið fréttnæmt. Þó verður að taka fram að dómgæslan þetta kvöldið var hin furðulegasta. Í fyrsta bardaga kvöldsins (Alejandro Pérez gegn Albert Morales) ákvað dómarinn að taka stig af Pérez fyrir að veita högg eftir að bjallan glumdi í lok 2. lotu. Stigið var hins vegar tekið í byrjun 3. og síðustu lotunnar. Ráðgjöf hornsins hefði eflaust verið öðruvísi ef þeir hefðu vitað að hann myndi fá eitt refsistig í upphafi síðustu lotunnar.

Í sama bardaga var ólöglegt hné látið eiga sig og þetta var allt með þessum hætti. Bardaginn endaði svo í jafntefli þó svo að Morales hefði sennilega átt að sigra.

Að auki má benda á nokkuð skondið atvik í aðalbardaganum. Dómarinn Dan Miragliotta missti skóinn sinn í síðasta bardaganum og var hann með flott gat á sokkinum sem hefur aldrei talist flott. Á heildina litið var þetta ekki gott kvöld fyrir dómarana og heldur misræmið í dómgæslunni áfram – og þá sérstaklega með hvenær eigi að gefa refsistig og hvenær ekki.

but

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular